Tónlist

"Ein efnilegasta söngkona landsins“

Árný Árnadóttir er talin með efnilegri söngkonum landsins.
Árný Árnadóttir er talin með efnilegri söngkonum landsins. Mynd/Einkasafn
„Ég er að fara syngja lög eftir Helga Júlíus, bróðir minn Sigurð Árnason, eitt lag eftir mig eftir og einnig nokkur tökulög," segir söngkonan og sálfræðineminn Árný Árnadóttir sem kemur fram á tónleikum á Café Rosenberg á þriðjudagskvöld.

Hún kemur þar fram ásamt hljómsveit og tónlistarmanninum og lækninum Helga Júlíusi Óskarssyni. „Hún er frábær söngkona og ein efnilegasta söngkona landsins,“ segir Helgi Júlíus um Árnýju.

Árný hefur menntað sig töluvert í söngnum. „Ég lærði í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn," segir Árný. Hún hefur áður komið fram með Helga Júlíusi og fleiri læknum, en Helgi Júlíus hefur staðið fyrir tónleikum þar sem læknar leiða saman hesta sína á tónleikum. „Ég hef sungið með læknunum áður en þeir verða bara tveir í þetta sinn," segir Árný létt í lundu.

Tónleikarnir fara fram á þriðjudagskvöld á Café Rosenberg og hefjast klukkan 21.00 en frítt er inn á tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×