Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Bettý í fjörukambinum við Önundarfjörð í viðtali um lífið á Ingjaldssandi fyrir þáttinn "Um land allt" á Stöð 2. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá. Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá.
Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira