„Augljóst lögbrot“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2014 19:15 Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“ Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að dótturfélag Samherja hefði lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómara sem veitti Seðlabankanum húsleitarheimild hjá fyrirtækinu í mars árið 2012. Dómarinn hefur um árabil starfað sem héraðsdómari en er nú settur dómari við Hæstarétt Íslands. Í kæru dótturfélags Samherja kemur fram að félagið telji meðferð dómarans, varðandi kröfur um húsleitir og haldlagningu, hafa verið andstæða lögum. Dómarinn hafi með háttsemi sinni brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga en brot gegn ákvæðinu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir augljóst að lög hafi verið brotin í málinu. „Við teljum að dómari hafi komist að rangri niðurstöðu og að það hafi verið brotin lög á okkur. Við erum einfaldlega að leita réttar okkar því við teljum að dómstólar þurfi að fara að lögum eins og aðrir“, segir Þorsteinn.Það að saka hæstaréttardómara um brot á hegningarlögum, sem varðar getur fangelsisvist, er ekki ábyrgðarhluti að halda slíku fram? „Jú, það er að sjálfsögðu. Við veltum þessu fyrir okkur lengi, hvort við ættum að grípa til þessara aðgerða. En okkur finnst svo augljóslega á okkur brotið og því útilokað annað en að grípa til þessara aðgerða“, segir Þorsteinn Már.Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags ÍslandsSkúli Magnússon, héraðsdómari og formaður Dómarafélags Íslands, segir erfitt fyrir dómara að verjast í málum sem þessum. „Hins vegar er það þannig að dómarinn og dómstólar eiga mjög erfitt með að svara svona ásökunum opinberlega. Þess vegna eru svo ásakanir, þegar þær eru settar fram með ákveðnum hætti, til þess fallnar að sá efasemdum og jafnvel rýra traust almennings á dómstólum, og það er það sem vekur áhyggjur í þessu máli öllu saman“, segir Skúli. Skúli bendir á að hver sá sem telur að dómari hafi gert á hlut sinn, geti beint slíkum aðfinnslum til nefndar um störf dómara. „Það er svona hinn eðlilegi farvegur fyrir ásakanir gegn dómurum vegna þess að lögreglan á ekki að endurskoða athafnir dómstóla, það er eitthvað sem við viljum ekki.“
Tengdar fréttir Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Dótturfyrirtæki Samherja hefur lagt fram kæru á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot á almennum hegningarlögum. Hún er kærð fyrir vanrækslu í starfi við veitingu úrskurðar um húsleit. 23. júní 2014 07:00