Hæstaréttardómari kærður fyrir brot í opinberu starfi Andri Ólafsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Samherji vill meina að Ingveldur hafi brotið lög með að heimila húsleit hjá Samherja, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Dótturfyrirtæki Samherja leggur í dag fram kæru til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Ingveldi Einarsdóttur hæstaréttardómara fyrir brot í opinberu starfi. Ingveldur er settur hæstaréttardómari en var áður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kæran lýtur að meintum brotum Ingveldar í mars 2012 þegar hún sem héraðsdómari veitti Seðlabanka Íslands heimild til húsleitar og haldlagningar hjá Samherja og nokkrum fyrirtækjum í tengslum við rannsókn bankans á meintum brotum á gjaldeyrislögum. Ingveldur er kærð fyrir brot á hegningarlögum en þar segir meðal annars í 131. grein að ef dómari sem á að halda uppi refsivaldi ríkisins framkvæmir ólöglega leit eða leggur að ólögum hald á skjöl eða aðra muni varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Í kærunni er dómarinn sagður hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að vanrækja að kanna hvort Seðlabankinn yfir höfuð hefði lagaheimild til að ráðast í húsleit, en fyrirtækið telur svo ekki vera. Þá hafi engar upplýsingar, rökstuðningur eða gögn legið fyrir í beiðnum um dótturfyrirtækið sem stendur að kærunni eða ætluð brot þess. Að auki telur fyrirtækið að dómarinn hafi brotið gegn sakamálalögum með því að hafa ekki varðveitt nein fylgiskjöl eða gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku málsins. Héraðsdómur sendi Samherja yfirlýsingu í desember þar sem staðfest er að slík gögn eru ekki varðveitt hjá dómstólnum. Slíkt er hins vegar áskilið í lögum um meðferð sakamála, þar sem segir að þau skuli varðveitt í skjalasafni dómsins þar til þau verði afhent Þjóðskjalasafni. Þannig hafi fyrirtækinu reynst útilokað að ganga úr skugga um hvernig málatilbúnaður Seðlabankans hafi í raun legið fyrir héraðsdómi við uppkvaðningu úrskurðanna um húsleit og haldlagningu. Í kærunni kemur einnig fram að annar dómari, Ingimundur Einarsson, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur og bróðir Ingveldar, hafi einnig brotið gegn sömu ákvæðum, en lagt er í hendur lögreglu að meta hvort sú háttsemi hans varði við almenn hegningarlög.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira