Fótbolti

Birkir yfirgefur Sampdoria

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Birkir í leik með Sampdoria.
Birkir í leik með Sampdoria. Vísir/Getty
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er á förum frá Sampdoria í ítölsku A-deildinni en þetta kom frá á heimasíðu félagsins í gær.

Birkir var aðeins átta sinnum í byrjunarliði Sampdoria á tímabilinu en félagið lenti í 12. sæti ítölsku A-deildarinnar þrátt fyrir að vera nýliðar í efstu deild. Birkir lék alls 14 leiki fyrir Sampdoria en komst ekki á blað í ítölsku deildinni.

Birkir snýr því aftur til Pescara en Sampdoria keypti helmingshlut í honum síðasta sumar. Óvíst er með framhaldið hjá okkar manni en Pescara lenti í 15- sæti ítölsku B-deildarinnar á nýliðnu tímabili.

Sameiginlegt eignarhald félaga á leikmönnum verður lagt niður á næsta ári og er því líklegt að næstu félagsskipti hans verði endanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×