Íslenski boltinn

Glódís á reynslu til FC Rosengård

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir. visir/óskaró
Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Stjörnunnar, heldur út til Svíþjóðar á mánudaginn og mun æfa með FC Rosengård  í Malmö. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Sænska félagið er betur þekkt undir nafninu LdB Malmö en skipt var um nafn um áramótin. Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir leika með liðinu sem varð sænskur meistari á síðustu leiktíð.

Glódís verður úti í rúmlega viku en forráðamenn félagsins hafa haft augastað á Glódísi í nokkurn tíma. Stjörnumenn ætla þó ekki að sleppa henni í haust nema sænska félagið kaupi hana líkt og greint var frá á Vísi í desember. Forráðamenn félagsins hafa fylgst grannt með Glódísi í nokkurn tíma.

Glódís verður 19 ára á árinu en hún hefur verið í lykilhlutverki í vörninni í íslenska kvennalandsliðinu í undanförnum leikjum. Hún er uppalin í HK/Víkingi en skipti þaðan yfir í Stjörnuna fyrir tímabilið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×