Lífið

Ég ætla að frysta eggin mín

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Joanna Krupa, sem hefur gert garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Miami, opnar sig um framtíðina í viðtali við Us Weekly. Hún vill stofna fjölskyldu með eiginmanni sínum, Romain Zago.

„Við tölum sífellt meira um það. Eina stundina langar mig í börn og hina stundina finnst mér ég ekki vera tilbúin strax. Ég ætla því að frysta eggin mín á næstu mánuðum. Ég vildi að ég hefði gert það fyrr en því miður gerði ég það ekki,“ segir Joanna. 

„Kannski eignast ég börn á þessu ári. Við höfum talað meira um að eignast börn núna en síðustu sjö árin sem við höfum verið saman en ef það gerist ekki ætla ég pottþétt að frysta eggin mín.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.