Innlent

Hundaleikvöllur í Kópavogi á dagskrá

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Ein hugmynd er að gert yrði hundagerði eða leikvöllur við gamla skeiðvöllinn við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.
Ein hugmynd er að gert yrði hundagerði eða leikvöllur við gamla skeiðvöllinn við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.
Hundaleikvöllur gæti opnað í Kópavogi þegar fer að vora. Gerð leikvallar fyrir hunda var sett á dagskrá hjá skipulagsnefnd bæjarins fyrir ári síðan. Una María Óskarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, átti hugmyndina að leikvellinum

Hún segir hundaeigendur í bænum lengi hafa beðið eftir leikvelli fyrir hunda. Oft hafi komið upp leiðinleg mál um lausagöngu hunda en samkvæmt reglum mega hundar ekki ganga lausir í þéttbýli.

Ein hugmynd er að gert yrði hundagerði eða leikvöllur við gamla skeiðvöllinn við Álalind. Svæðið yrði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Hún fékk hugmyndina að vellinum eftir tveir stórir hundar réðust á hundinn hennar þar sem hún var úti að ganga með hann. „Þeir voru lausir og komu að okkur, þetta gerðist mjög snögglega, en þeir bitu í mænuna á mínum hundi þannig að hann lamaðist,“ segir Una María og aflífa þurfti hundinn í kjölfarið.

Una telur að heppilegast væri að hafa tvö afgirt svæði. Annað fyrri stóra hunda og hitt fyrir smáhunda.

Jarðvegur á svæðinu mætti ekki vbera gras heldur annar heppilegur jarðvegur sem auðvelt væri að hreinsa. Nauðsynlegt yrði að hafa ruslatunnur og standa með pokum fyrir hundaskít og einnig væri gott að svæðið yrði upplýst. Einnig væri hægt að setja upp hættulaus hundafimitæki eins oggöng og litlar brýr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×