Lífið

Stefnumót við trjábændur

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Gone Baking eftir Björk Gunnbjörnsdóttur
Gone Baking eftir Björk Gunnbjörnsdóttur
Nemendur á 3. ári í vöruhönnun LHÍ áttu stefnumót við trjábændur á liðnu ári. Upp úr samstarfinu spruttu sjö verk, innblásin af íslenskri náttúru.

Verkefnið Stefnumót við trjábændur gekk út á að kanna möguleikana sem viður ræktaður á Íslandi hefur upp á að bjóða. Nemendur á þriðja ári í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands unnu með þörf nútímamannsins til að tengjast náttúrunni á ný.

Verkefnið hefur vakið talsverða athygli erlendis en meðal annars hefur ítalska hönnunartímaritið DOMUS fjallað um Rendez-Wood, en DOMUS er eitt víðlesnasta fagtímaritið um hönnun í dag. Þá fjallaði tímaritið FRAME einnig um verkefnið.

Á vefsíðunni www.rendezwood.com má sjá upplýsingar um verkefnið og um hverja vöru, meðal annars myndbönd sem útskýra notkun vörunnar og hugmyndina að baki verkefninu.

Kennarar voru Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og Hafsteinn Júlíusson en fagstjóri í vöruhönnun við LHÍ er Garðar Eyjólfsson. Nemendurnir sem unnu verkefnin eru Björk Gunnbjörnsdóttir, Anna Hildur Guðmundsdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Katrín Magnúsdóttir, Sigurjón Axelsson og Thelma Hrund Benediktsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.