Mikil vonbrigði að fá ekki að bjóða Gísla Marteini í heimsókn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. apríl 2014 14:19 Meðal þess sem Ómari langaði að sýna Gísla er hellirinn Þríhnúkagífur sem er í landi Kópavogs. VÍSIR/VILHELM Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur hafnað tillögu Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, um að bjóða Gísla Marteini Baldurssyni og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs. Bæjarráð hafði samþykkt tillöguna en bæjarstjórn hafnaði henni. Tveir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði með tillögunni í bæjarráði voru fjarverandi að sögn Ómars og varamenn þeirra greiddu ekki atkvæði með tillögunni í bæjarstjórn. „Þetta eru mikil vonbrigði, þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er eins og að hafa fengið vilyrði frá pabba um að vinur manns megi gista og svo segir mamma nei,“ segir Ómar. „Þetta er alveg sama tilfinningin.“ Þar sem ágreiningur var um málið í bæjarráði þurfti bæjarstjórn að samþykkja. „Það vekur athygli að sjálfstæðismennirnir, Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Birgisson, vilja alls ekki fá samflokksmann sinn og fyrrverandi borgarfulltrúann í heimsókn. „Þeir nánast féllust í faðma þegar tillagan var felld.“Fór fyrir brjóstið á Kópavogsbúum Ummæli Gísla um Kópavog fóru fyrir brjóstið á mörgum. Ummælin komu fram í erindi hans á ferðamálaráðstefnu Landsbankans. „Ég bið til guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar,“ sagði Gísli meðal annars. „Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kolröng,“ sagði Sigurjón Jónsson, framsóknarmaður í Kópavogi um ummælin. Tillaga Ómars var svohljóðandi: „Bæjarráð felur bæjarstjóra að bjóða Gísla Marteini og fjölskyldu í helgarferð til Kópavogs og kynna fyrir honum unaðsreiti Kópavogs og staði sem gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðamenn úr 101 og öðrum heimsborgum.“Ætluðu að gera vel við strákinn „Við ætluðum að „tríta“ hann, gera vel við strákinn og sýna honum unaðsreiti Kópavogs,“ segir Ómar. Aðspurður hverjir þessir unaðsreitir séu nefnir hann Fossvogsdal og Kópavogsdal en í báðum dölunum séu tjarnir. Þá nefnir hann Guðmundarlund og bætir við léttur í bragði að honum megi nánast líkja við Central Park í New York. „Svo er Þríhnúkagígur í landi Kópavogs og hér er hægt að rennda fyrir fisk í Elliðaárvatni. Við hefðum getað boðið honum á tónleika með bæjarlistamanninum fyrrverandi Stefáni Hilmarssyni í Salnum. En það er nú svipað og að fara á tónleika með Justin Timberlake, sem spilar einmitt í Kópavogi næsta sumar.“ „Þetta var kannski meira til gamans gert að bjóða honum yfir og jú til þess að sýna fram á að Kópavogur hefur upp á margt að bjóða,“ segir Ómar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira