„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. apríl 2014 15:59 Úr Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/pjetur „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum. Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
„Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ sagði konan sem ákærð er fyrir fjársvik í vitnaleiðslum í dag. Framhald á aðalmeðferð í máli þremenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og líkamsárás fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Öllum þremur er gefið að sök að hafa auglýst vændi og haft fjörutíu þúsund krónur af vændiskaupanda. Þá er tveimur þeirra gefið að sök að hafa ráðist á vændiskaupandann og skorið hann á háls.Gísli Þór Gunnarsson, sem afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu, játaði á sig líkamsárásina. Jón Einar Randversson, neitaði sök en játaði á sig fjársvik. Konan játaði á sig fjársvik. Farið er fram á að Gísli greiði þrjár milljónir króna í miskabætur og allan málskotnað og að konan fái eins mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Fallið var frá bótakröfu á hendur Jóni Einari. Konan var 19 ára þegar atburðarrásin átti sér stað. Hún segist lítið muna eftir atburðarrásinni. Hún hafi verið langt leidd í neyslu fíkniefna, búið á götunni og hennar aðstæður hafa verið þannig að hún hefði ekki átt nokkurn möguleika á að koma í veg fyrir atvikið. Hún segir sig og einn ákærðu, Jón Einar, hafa þekkst lengi og eiga sér langa sögu. Hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hans hálfu og hafi því verið hrædd. Hún segir Jón Einar hafa skrifað niður hvað hún ætti að segja í símann og hafi hún hlýtt tilskipunum þeirra. „Ég þorði ekki öðru en að segja já“Væri ekki í þessari stöðu hefði hún veitt þjónustuna Verjandi konunnar fór fram á að hún yrði sýknuð af öllum kröfum og byggði rök sín á að hefði konan veitt vændiskaupanda þjónustuna, þá væri hún ekki í þessari stöðu í dag. Sækjandi fór fram á eins mánaðar skilorðsbundinn fangelsisdóm, á þeim forsendum að brotið væri vægt, konan væri ung og með hreint sakavottorð. Ekki yrði fallið frá kröfum því fjársvikabrot hefði verið fullframið.Ekki ákærður fyrir meint vændiskaup Krafa sem vændiskaupandi fer fram á miðar af því að bæta brotaþola það andlega og líkamlega áfall sem hann varð fyrir. Árásin hafi verið til þess fallin að hann óttaðist um líf sitt og hún hafi verið með öllu tilefnislaus. Honum hafi verið haldið nauðugum í bíl sínum og flugbeittum flökunarhníf haldið að hálsi hans. Örin séu á áberandi stað og verði hann því minntur á árásina hvert skipti sem hann lítur í spegil. Maðurinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. Skurðirnir eru einungis millimetrum frá hálsæðum og barka og þykir því mikil mildi að ekki fór verr. Ekki liggur fyrir hvort vændiskaupandinn verði ákærður. Verjendur gagnrýndu það harðlega í málflutningi sínum.
Tengdar fréttir Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27