Lífið

Amanda er ekki geðklofi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Barnastjarnan Amanda Bynes var lögð inná spítala í júlí á síðasta ári vegna óútreiknanlegrar hegðunar. Þá fóru sögusagnir á flug um heilsufar stjörnunnar.

„Það hefur verið mikið talað um heilsufar Amöndu. Hún hefur ekki talað um það því hún vildi halda því fyrir sig. Hún hefur hins vegar beðið mig um að leiðrétta nokkrar sögusagnir. Amanda er ekki geðklofi né hefur hún verið greind með sjúkdóminn,“ segir lögfræðingur Amöndu, Tamar Arminak.

Amanda hefur verið í fríi í Los Cabos í Mexíkó síðustu daga með fjölskyldunni og virðist ganga vel hjá henni.

„Amanda er ekki á lyfjum. Hún vill lifa eins heilsusamlegu lífi og hægt er. Hún hefur aldrei misnotað áfengi eða hörð eiturlyf og hún er stolt af því að segja að hún hefur ekki reykt marijúana í níu mánuði,“ bætir Tamar við.


Tengdar fréttir

Sjálfræðissvipting Amöndu Bynes framlengd

Raunir leikkonunnar Amöndu Bynes virðast hvergi vera á enda. Eins og áður hefur komið fram var hún svipt sjálfræði síðasltliðinn mánudag og lögð inn á geðdeild í Los Angeles eftir að hafa kveikt í fatahrúgu við heimili eldri konu.

Amanda Bynes svipt sjálfræði

Leikkonan Amanda Bynes hefur ekki átt sjö dagana undanfarið undarleg hegðun hennar hefur ýtt undir sögusagnir um að hún eigi við andlega vanheilsu að stríða.

Þessi voru böstuð á árinu

Fjölmargar stjörnur komust í hann krappan á árinu og fengu að dúsa á bak við lás og slá – sumar oftar en einu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.