Fyrrverandi nemandi í Grunnskóla Grindavíkur: Skólagangan einkenndist af hræðslu og kvíða 9. apríl 2014 10:41 „Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%. Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Ég hélt að skólinn ætti að vera undirbúningur fyrir lífið og byggja mann upp. Í mínu tilfelli var það að brjóta mig niður fyrir lífið. Ég átti aldrei séns,“ segir Rúnar Þorgilsson, fyrrum nemandi í Grunnskóla Grindavíkur, sem varð fyrir miklu einelti af hálfu kennara síns.Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku er kennari í Grunnskóla Grindavíkur sakaður um að leggja nemendur sína í einelti. Sálfræðingar hafa staðfest að um einelti sé að ræða en þrátt fyrir það er kennarinn enn við störf í skólanum. Rúnar átti erfitt uppdráttar í námi og segir það hafa gert hann að vissu skotmarki fyrir kennarann. Kennarinn hafi valið þá sem áttu erfitt með lærdóm og ítrekað niðurlægt þá fyrir framan bekkjarfélaga. „Þessir tímar í skólagöngu minni einkenndust af hræðslu og kvíða.“ Eineltið stóð hvað hæst þegar Rúnar var kominn á efri stig grunnskólans. Hann tilkynnti það ekki og segir hann umræðu um einelti ekki hafa verið við lýði á þeim tíma. Eineltið var mest á árunum 1992-1994. „Núna þegar maður er orðinn eldri og orðinn faðir þá sér maður þetta með allt öðrum augum,“ segir Rúnar og leggur hann áherslu á að hann vilji hjálpa öðrum sem þurfa að ganga í gegnum það sama. Slæmar minningar frá skólagöngu Rúnars hafa áhrif á hann enn í dag. Hann hefur fengið slæm kvíðaköst og hefur leitað sér læknis- og sálfræðiþjónustu. „Skólagangan eyðilagði líf mitt. Ég er ekki með neina menntun og vinn í líkamlega erfið og illa borgum störf.“ Hann segist nú vera að vinna í sjálfum sér og vonast til að verða öðrum víti til varnar. „Þessi maður á ekki að starfa sem kennari. Það er nokkuð ljóst.“ Einelti virðist vera stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Samkvæmt könnun sem gerð var nýlega eru 53,2% foreldra ánægðir með eineltisáætlun skólans á sama tíma og landsmeðaltal er 79,3%. Þá töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðaltalið, eða 18,9% á móti 9,3%.
Tengdar fréttir Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. 4. apríl 2014 19:03