Bræðslan haldin í tíunda sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. apríl 2014 09:30 Emilíana Torrini kemur fram á Bræðslunni í sumar. Vísir/Arnþór „Þetta er Bræðsla númer tíu og við vorum lengi að velta fyrir okkur hvernig við ættum að útfæra hátíðina af því tilefni og ákváðum því á endanum að hafa þetta svona „best of“. Við fengum nokkra af bestu tónlistarmönnum þjóðarinnar, sem eiga allir sinn þátt í því að Bræðslan er eins og hún er í dag,“ segir Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra laugardaginn 26. júlí næstkomandi. Þetta er í tíunda skiptið sem Borgfirðingar slá upp tónlistarhátíð í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði og því verður hátíðin í sumar sérlega vegleg. Eftirtalið tónlistarfólk kemur fram á hátíðinni í ár: Drangar, Emilíana Torrini, Lára Rúnars, Mammút, Pollapönk og SúEllen. „Við höfum oft haft erlenda tónlistarmenn á hátíðinni eins og Damien Rice og John Grant, en fyrst Emilíana Torrini kom heim aftur ákváðum við vera ekki að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir Magni, sem er sérstaklega ánægður yfir því að Emilíana Torrini snýr nú aftur til Borgarfjarðar. Emilíana varði einmitt hluta af æsku sinni á Borgarfirði og kom fram á fyrstu Bræðslutónleikunum 2005 og einnig á Bræðslunni 2006. Fleiri góðkunningjar Bræðslunnar snúa aftur, meðlimir Dranga, þeir Jónas Sigurðsson, Mugison og Ómar Guðjónsson, hafa allir komið fram áður á Bræðslunni, auk þess sem þeir unnu hluta af sinni fyrstu plötu á Borgarfirði. „Lára Rúnarsdóttir og meðlimir hennar hljómsveitar sigldi einmitt með þeim Dröngum í kringum landið á Húna II á síðasta ári, meðal annars með viðkomu á Borgarfirði, en þetta verður í fyrsta skiptið sem Lára kemur fram í Bræðslunni,“ bætir Magni við.Magni Ásgeirsson lofar miklu stuði á Bræðslunni.Vísir/stefánSömu sögu er að segja um ungliða þessa árs, Mammút sem hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu mánuðum. Bræðslan hefur alla tíð haft það markmið að kynna ungt tónlistarfólk á hátíðinni og er þar skemmst að minnast Of Monsters and Men sem kom fram á hátíðinni 2010, þá að stíga sín fyrstu spor. Önnur hljómsveit sem mun koma fram í fyrsta skiptið á Borgarfirði er þó heldur eldri í hettunni, en það eru Austfirðingarnir í SúEllen. Þrátt fyrir að hafa spilað saman í hartnær þrjá áratugi hefur sveitin aldrei komið fram fullskipuð á Borgarfirði. „Síðast en ekki síst skal svo nefna fulltrúa okkar Íslendinga í Evrovision þetta árið, Pollapönk. Þeir munu koma með sinn góða boðskap um enga fordóma í Borgarfjörðinn.“ Miðasala á hátíðina hefst á miði.is þann 6. maí kl 10.00. „Á síðasta ári seldust miðar í Bræðsluna upp á 60 klukkustundum og því rétt að hafa hraðann á til að tryggja sér miða,“ bætir Magni við léttur í lundu en einungis 800 miðar eru í boði. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er Bræðsla númer tíu og við vorum lengi að velta fyrir okkur hvernig við ættum að útfæra hátíðina af því tilefni og ákváðum því á endanum að hafa þetta svona „best of“. Við fengum nokkra af bestu tónlistarmönnum þjóðarinnar, sem eiga allir sinn þátt í því að Bræðslan er eins og hún er í dag,“ segir Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri en tónlistarhátíðin Bræðslan fer fram á Borgarfirði eystra laugardaginn 26. júlí næstkomandi. Þetta er í tíunda skiptið sem Borgfirðingar slá upp tónlistarhátíð í gömlu síldarbræðslunni á Borgarfirði og því verður hátíðin í sumar sérlega vegleg. Eftirtalið tónlistarfólk kemur fram á hátíðinni í ár: Drangar, Emilíana Torrini, Lára Rúnars, Mammút, Pollapönk og SúEllen. „Við höfum oft haft erlenda tónlistarmenn á hátíðinni eins og Damien Rice og John Grant, en fyrst Emilíana Torrini kom heim aftur ákváðum við vera ekki að sækja vatnið yfir lækinn,“ segir Magni, sem er sérstaklega ánægður yfir því að Emilíana Torrini snýr nú aftur til Borgarfjarðar. Emilíana varði einmitt hluta af æsku sinni á Borgarfirði og kom fram á fyrstu Bræðslutónleikunum 2005 og einnig á Bræðslunni 2006. Fleiri góðkunningjar Bræðslunnar snúa aftur, meðlimir Dranga, þeir Jónas Sigurðsson, Mugison og Ómar Guðjónsson, hafa allir komið fram áður á Bræðslunni, auk þess sem þeir unnu hluta af sinni fyrstu plötu á Borgarfirði. „Lára Rúnarsdóttir og meðlimir hennar hljómsveitar sigldi einmitt með þeim Dröngum í kringum landið á Húna II á síðasta ári, meðal annars með viðkomu á Borgarfirði, en þetta verður í fyrsta skiptið sem Lára kemur fram í Bræðslunni,“ bætir Magni við.Magni Ásgeirsson lofar miklu stuði á Bræðslunni.Vísir/stefánSömu sögu er að segja um ungliða þessa árs, Mammút sem hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu mánuðum. Bræðslan hefur alla tíð haft það markmið að kynna ungt tónlistarfólk á hátíðinni og er þar skemmst að minnast Of Monsters and Men sem kom fram á hátíðinni 2010, þá að stíga sín fyrstu spor. Önnur hljómsveit sem mun koma fram í fyrsta skiptið á Borgarfirði er þó heldur eldri í hettunni, en það eru Austfirðingarnir í SúEllen. Þrátt fyrir að hafa spilað saman í hartnær þrjá áratugi hefur sveitin aldrei komið fram fullskipuð á Borgarfirði. „Síðast en ekki síst skal svo nefna fulltrúa okkar Íslendinga í Evrovision þetta árið, Pollapönk. Þeir munu koma með sinn góða boðskap um enga fordóma í Borgarfjörðinn.“ Miðasala á hátíðina hefst á miði.is þann 6. maí kl 10.00. „Á síðasta ári seldust miðar í Bræðsluna upp á 60 klukkustundum og því rétt að hafa hraðann á til að tryggja sér miða,“ bætir Magni við léttur í lundu en einungis 800 miðar eru í boði.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira