Bíll sem gengur fyrir saltvatni Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2014 09:59 Ef til vill er framtíð bílasmíði fólgin í þessum tilraunabíl sem gengur fyrir saltvatni. Hann er í raun rafmagnsbíll sem fær rafmagn úr fljótandi lithium-sulfur rafhlöðum sem fær afl úr fljótandi blöndu af saltvatni sem virkjuð er með nanotækni. Drægni bílsins er 320-480 kílómetrar og ekki kostar mikið að fylla bílinn aftur af saltvatni. Bíllinn er mjög öflugur og er með 227 hestafla rafmótar við hvert hjól og því getur hann orkað 908 hestöfl, en afl hans er takmarkað við 644 hestöfl. Sú tegund rafhlaða sem bíllinn fær afl frá eru kölluð flæðandi rafhlöður og fékk NASA einkaleyfi á þeim árið 1976. Sænski bílasmiðurinn og uppfinnangamaðurinn Koenigsegg hefur unnið að þróun þessa bíls en svo virðist sem að áframhaldandi þróun hans komi nú fleiri aðilar og standa prófanir nú yfir á honum í þýsku borginni München áður en að fjöldaframleiðslu hans kemur. Tilraunabíllinn hefur fengið nafnið Quant og er hann gerður úr garði sem hreinræktaður sportbíll og með vængjahurðum. Innrétting hans er einkar fögur og ríkuleg og mikið virðist mikið lagt í allan frágang hans. Afar listrænt myndskeið um bílinn má sjá hér að ofan.Ekkert smá flott innrétting í Quant.Afar fríður bíll og sportlegur. Bílar video Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Ef til vill er framtíð bílasmíði fólgin í þessum tilraunabíl sem gengur fyrir saltvatni. Hann er í raun rafmagnsbíll sem fær rafmagn úr fljótandi lithium-sulfur rafhlöðum sem fær afl úr fljótandi blöndu af saltvatni sem virkjuð er með nanotækni. Drægni bílsins er 320-480 kílómetrar og ekki kostar mikið að fylla bílinn aftur af saltvatni. Bíllinn er mjög öflugur og er með 227 hestafla rafmótar við hvert hjól og því getur hann orkað 908 hestöfl, en afl hans er takmarkað við 644 hestöfl. Sú tegund rafhlaða sem bíllinn fær afl frá eru kölluð flæðandi rafhlöður og fékk NASA einkaleyfi á þeim árið 1976. Sænski bílasmiðurinn og uppfinnangamaðurinn Koenigsegg hefur unnið að þróun þessa bíls en svo virðist sem að áframhaldandi þróun hans komi nú fleiri aðilar og standa prófanir nú yfir á honum í þýsku borginni München áður en að fjöldaframleiðslu hans kemur. Tilraunabíllinn hefur fengið nafnið Quant og er hann gerður úr garði sem hreinræktaður sportbíll og með vængjahurðum. Innrétting hans er einkar fögur og ríkuleg og mikið virðist mikið lagt í allan frágang hans. Afar listrænt myndskeið um bílinn má sjá hér að ofan.Ekkert smá flott innrétting í Quant.Afar fríður bíll og sportlegur.
Bílar video Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent