Samgöngustofa – undir einu þaki Þórólfur Árnason skrifar 17. september 2014 07:00 Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar