Kosningar um sjálfstæði Skotlands fara fram á morgun og er talið að það verði mjótt á mununum. Fræga fólkið hefur ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni en á meðal dyggustu stuðningsmanna sjálfstæðis er James Bond-leikarinn Sean Connery. Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, er aftur á móti sambandssinni.
The Independent greinir í dag frá stuðningi Bjarkar við sjálfstæði Skotlands en þar kemur einnig fram að hljómsveitin Sigur Rós styðji sjálfstæðissinna líka.