Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 09:46 Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru í tillögu Framsóknarmanna. Vísir / Ölfus „Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“ Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
„Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“
Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19