Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 18-19 | Íris reyndist sínum gömlu félögum erfið Ingvi Þór Sæmundsson í Safamýri skrifar 11. nóvember 2014 12:13 vísir/stefán Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir reyndist örlagavaldurinn í viðureign Fram og Gróttu í stórleik 16-liða úrslita Coca-Cola bikarsins í handbolta í Safamýrinni í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunni. Grótta var einu marki yfir, 18-19, þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fiskaði vítakast. Eva Björk Davíðsdóttir hefði getað tryggt Gróttu sigurinn með því að skora en Nadia Bordon, markvörður Fram, sá við henni. Í kjölfarið tók Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leikhlé til að skipuleggja lokasókn síns liðs, en um 40 sekúndur voru eftir af leiknum þegar þarna var komið sögu. Fram-konur fóru í sókn, en gekk illa að finna glufur á sterkri vörn Gróttu. Steinunn Björnsdóttir tók loks af skarið, en Íris sá við henni. Fram hélt hins vegar boltanum og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, besti leikmaður Fram í kvöld, átti annað skot, af gólfinu, en aftur varði Íris og tryggði Gróttu farseðilinn í átta-liða úrslitin. Líkt og leikur Fram og Gróttu í Olís-deildinni í lok október einkenndist leikur kvöldsins af sterkum varnarleik og mörgum mistökum. Þau voru þó færri en í leiknum í Hertz-höllinni og fyrri hálfleikurinn í kvöld var ágætlega spilaður. Seinni hálfleikurinn var síðri, enda spennan og lætin mikil. Gestirnir frá Seltjarnarnesi byrjuðu mun betur og eftir nokkura mínútna leik var staðan 1-5, Gróttu í vil. Gróttukonur voru með yfirhöndina fram í miðjan fyrri hálfleik þegar heimakonur náðu áttum. Þær skoruðu fimm mörk gegn einu og náðu að minnka muninn í eitt mark, 10-11. Sigurbjörg var virkilega sterk á þessum kafla og stjórnaði sóknarleik Fram af myndarbrag. Grótta var þó enn yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Laufey Ásta Guðmunsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Laufey átti fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik, og var næstmarkahæst í liði Gróttu í kvöld með sex mörk, en Eva Björk var markahæst með sjö mörk. Þær áttu hins vegar, líkt og liðsfélagar þeirra, erfitt uppdráttar í byrjun seinni hálfleiks. Fram skellti í lás í vörninni og Grótta skoraði ekki fyrstu 13 og hálfu mínútu seinni hálfleiks. Það var Gróttu þó til happs að sóknarleikur Fram var lítið skárri, en liðin skoruðu sárafá mörk í byrjun seinni hálfleiks. Eva Björk braut loks ísinn fyrir Gróttu á 44. mínútu og jafnaði leikinn í 14-14. Við tók góður kafli hjá gestunum sem náðu þriggja marka forystu, 14-17. Framkonur komu sér aftur inn í leikinn og náðu að jafna í 17-17 en Gróttan reyndist sterkari undir lokin eins og áður sagði.Kári: Mjög sætur sigur Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum hæstánægður eftir sigur Seltirninga á Fram í Coca-Cola bikarnum í kvöld. „Þetta var mjög sætur sigur og þetta var eins og ég bjóst við - spennuleikur. Þetta eru tvö tiltölulega jöfn lið og fyrirfram mátti búast við spennuleik sem varð raunin,“ sagði Kári, en var það ekki sérstaklega sætt að klára leikinn í ljósi þess að Grótta skoraði ekki fyrr en á 14. mínútu seinni hálfleiks. „Að sjálfsögðu, við áttum undir högg að sækja á þeim kafla. Það var djúpt á markinu sem við þurftum til að koma okkur í gírinn. Það er erfitt að skora ekki í lengri tíma. „En stelpurnar sýndu mikinn karakter, að ná að brjóta þann múr og við skorum í kjölfarið 3-4 mörk og náðum fínu forskoti, sem við reyndar töpuðum næstum því niður,“ sagði Kári sem er báða fæturna á jörðinni þrátt fyrir sætan sigur. „Þessi leikur, einn og sér, hefur kannski enga brjálæðislega þýðingu þótt þetta hafi verið gegn Fram. En það er frábært að vera komin áfram í bikarnum og stelpurnar eiga heiður skilið fyrir að hafa náð þeim áfanga. „Svo er bara leikur á laugardaginn og við þurfum að koma okkur niður jörðina fyrir hann.“Íris Björk: Var illt í maganum Íris Björk Símonardóttir var hetja Gróttu þegar liðið sló Fram út úr Coca-Cola bikarnum í kvöld, en hún varði tvö síðustu skot Fram í leiknum. Hún viðurkennir að henni hafi verið órótt í lokasókn Fram. „Þetta var spennuþrungið. Ég veit ekki hvað skal segja - mér var illt í maganum. En við stóðum þétta vörn og þá var eftirleikurinn auðveldur fyrir mig,“ sagði Íris sem sagðist ekki hafa gert sér greint fyrir því hversu langt var liðið á seinni hálfleikinn þegar Grótta skoraði loks. „Þetta var vægast sagt erfið fæðing. Við byrjuðum á fullum krafti og svo duttum við aðeins niður. „Ég var bara að frétta það núna að við skoruðum ekki fyrsta korterið í seinni hálfleik eða svo. Ég hef verið eitthvað utan við mig,“ sagði Íris sem hrósaði varnarleik Gróttu í leiknum í kvöld. „Við spiluðum góðan varnarleik vel eins og við höfum gert á tímabilinu. Mér fannst þær reyndar opna vörnina vel á tímabili, enda með snögga og góða leikmenn, en í heildina var þetta flott hjá okkur,“ sagði Íris að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir reyndist örlagavaldurinn í viðureign Fram og Gróttu í stórleik 16-liða úrslita Coca-Cola bikarsins í handbolta í Safamýrinni í kvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu mínútunni. Grótta var einu marki yfir, 18-19, þegar Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fiskaði vítakast. Eva Björk Davíðsdóttir hefði getað tryggt Gróttu sigurinn með því að skora en Nadia Bordon, markvörður Fram, sá við henni. Í kjölfarið tók Stefán Arnarson, þjálfari Fram, leikhlé til að skipuleggja lokasókn síns liðs, en um 40 sekúndur voru eftir af leiknum þegar þarna var komið sögu. Fram-konur fóru í sókn, en gekk illa að finna glufur á sterkri vörn Gróttu. Steinunn Björnsdóttir tók loks af skarið, en Íris sá við henni. Fram hélt hins vegar boltanum og Sigurbjörg Jóhannsdóttir, besti leikmaður Fram í kvöld, átti annað skot, af gólfinu, en aftur varði Íris og tryggði Gróttu farseðilinn í átta-liða úrslitin. Líkt og leikur Fram og Gróttu í Olís-deildinni í lok október einkenndist leikur kvöldsins af sterkum varnarleik og mörgum mistökum. Þau voru þó færri en í leiknum í Hertz-höllinni og fyrri hálfleikurinn í kvöld var ágætlega spilaður. Seinni hálfleikurinn var síðri, enda spennan og lætin mikil. Gestirnir frá Seltjarnarnesi byrjuðu mun betur og eftir nokkura mínútna leik var staðan 1-5, Gróttu í vil. Gróttukonur voru með yfirhöndina fram í miðjan fyrri hálfleik þegar heimakonur náðu áttum. Þær skoruðu fimm mörk gegn einu og náðu að minnka muninn í eitt mark, 10-11. Sigurbjörg var virkilega sterk á þessum kafla og stjórnaði sóknarleik Fram af myndarbrag. Grótta var þó enn yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja, en Laufey Ásta Guðmunsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Laufey átti fínan leik, sérstaklega í fyrri hálfleik, og var næstmarkahæst í liði Gróttu í kvöld með sex mörk, en Eva Björk var markahæst með sjö mörk. Þær áttu hins vegar, líkt og liðsfélagar þeirra, erfitt uppdráttar í byrjun seinni hálfleiks. Fram skellti í lás í vörninni og Grótta skoraði ekki fyrstu 13 og hálfu mínútu seinni hálfleiks. Það var Gróttu þó til happs að sóknarleikur Fram var lítið skárri, en liðin skoruðu sárafá mörk í byrjun seinni hálfleiks. Eva Björk braut loks ísinn fyrir Gróttu á 44. mínútu og jafnaði leikinn í 14-14. Við tók góður kafli hjá gestunum sem náðu þriggja marka forystu, 14-17. Framkonur komu sér aftur inn í leikinn og náðu að jafna í 17-17 en Gróttan reyndist sterkari undir lokin eins og áður sagði.Kári: Mjög sætur sigur Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum hæstánægður eftir sigur Seltirninga á Fram í Coca-Cola bikarnum í kvöld. „Þetta var mjög sætur sigur og þetta var eins og ég bjóst við - spennuleikur. Þetta eru tvö tiltölulega jöfn lið og fyrirfram mátti búast við spennuleik sem varð raunin,“ sagði Kári, en var það ekki sérstaklega sætt að klára leikinn í ljósi þess að Grótta skoraði ekki fyrr en á 14. mínútu seinni hálfleiks. „Að sjálfsögðu, við áttum undir högg að sækja á þeim kafla. Það var djúpt á markinu sem við þurftum til að koma okkur í gírinn. Það er erfitt að skora ekki í lengri tíma. „En stelpurnar sýndu mikinn karakter, að ná að brjóta þann múr og við skorum í kjölfarið 3-4 mörk og náðum fínu forskoti, sem við reyndar töpuðum næstum því niður,“ sagði Kári sem er báða fæturna á jörðinni þrátt fyrir sætan sigur. „Þessi leikur, einn og sér, hefur kannski enga brjálæðislega þýðingu þótt þetta hafi verið gegn Fram. En það er frábært að vera komin áfram í bikarnum og stelpurnar eiga heiður skilið fyrir að hafa náð þeim áfanga. „Svo er bara leikur á laugardaginn og við þurfum að koma okkur niður jörðina fyrir hann.“Íris Björk: Var illt í maganum Íris Björk Símonardóttir var hetja Gróttu þegar liðið sló Fram út úr Coca-Cola bikarnum í kvöld, en hún varði tvö síðustu skot Fram í leiknum. Hún viðurkennir að henni hafi verið órótt í lokasókn Fram. „Þetta var spennuþrungið. Ég veit ekki hvað skal segja - mér var illt í maganum. En við stóðum þétta vörn og þá var eftirleikurinn auðveldur fyrir mig,“ sagði Íris sem sagðist ekki hafa gert sér greint fyrir því hversu langt var liðið á seinni hálfleikinn þegar Grótta skoraði loks. „Þetta var vægast sagt erfið fæðing. Við byrjuðum á fullum krafti og svo duttum við aðeins niður. „Ég var bara að frétta það núna að við skoruðum ekki fyrsta korterið í seinni hálfleik eða svo. Ég hef verið eitthvað utan við mig,“ sagði Íris sem hrósaði varnarleik Gróttu í leiknum í kvöld. „Við spiluðum góðan varnarleik vel eins og við höfum gert á tímabilinu. Mér fannst þær reyndar opna vörnina vel á tímabili, enda með snögga og góða leikmenn, en í heildina var þetta flott hjá okkur,“ sagði Íris að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira