Stríðið stóð undir væntingum Freyr Bjarnason skrifar 11. nóvember 2014 11:00 The War On Drugs Vodafonehöllin Iceland Airwaves Bandarísku indírokkararnir í The War On Drugs hafa hlotið mikið lof fyrir sína þriðju plötu, Lost in the Dream, sem kom út í vor. Sannarlega prýðileg plata sem rennur ljúft í gegnum hlustirnar og því var eftirvæntingin mikil að berja hljómsveitina augum á undan The Flaming Lips. Skemmst er frá því að segja að tónlistin olli engum vonbrigðum og hljómaði meira að segja enn betur á sviði en á plötunni. Þetta voru síðustu tónleikar The War On Drugs á löngu tónleikaferðalagi og greinilegt að hún var búin að spila sig vel saman. Þéttleikinn var mikill með forsprakkann Adam Granduciel í góðu formi. Gítarleikur hans var sérstaklega góður og þegar hann fór á flug í sólóunum var hrein unun á að hlusta. Stundum minnti The War On Drugs á tónlistarmanninn Kurt Vile sem spilaði með hljómsveit sinni á hátíðinni All Tomorrows Parties á gamla varnarsvæðinu í sumar. Ekki að ástæðulausu því Granduciel var áður meðlimur í Kurt Vile & The Violators, nema hvað tónlist The War On Drugs er enn betri en sú sem kemur úr sarpi fyrrverandi liðsfélaga hans.Niðurstaða: Vel heppnað gigg hjá The War On Drugs. Airwaves Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
The War On Drugs Vodafonehöllin Iceland Airwaves Bandarísku indírokkararnir í The War On Drugs hafa hlotið mikið lof fyrir sína þriðju plötu, Lost in the Dream, sem kom út í vor. Sannarlega prýðileg plata sem rennur ljúft í gegnum hlustirnar og því var eftirvæntingin mikil að berja hljómsveitina augum á undan The Flaming Lips. Skemmst er frá því að segja að tónlistin olli engum vonbrigðum og hljómaði meira að segja enn betur á sviði en á plötunni. Þetta voru síðustu tónleikar The War On Drugs á löngu tónleikaferðalagi og greinilegt að hún var búin að spila sig vel saman. Þéttleikinn var mikill með forsprakkann Adam Granduciel í góðu formi. Gítarleikur hans var sérstaklega góður og þegar hann fór á flug í sólóunum var hrein unun á að hlusta. Stundum minnti The War On Drugs á tónlistarmanninn Kurt Vile sem spilaði með hljómsveit sinni á hátíðinni All Tomorrows Parties á gamla varnarsvæðinu í sumar. Ekki að ástæðulausu því Granduciel var áður meðlimur í Kurt Vile & The Violators, nema hvað tónlist The War On Drugs er enn betri en sú sem kemur úr sarpi fyrrverandi liðsfélaga hans.Niðurstaða: Vel heppnað gigg hjá The War On Drugs.
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira