Veðurstofa Íslands spáir að það verði austan og norðaustan 3-10 m/s, skýjað og dálítil rigning með köflum, en bjart með köflum vestast í dag. Hiti 1 til 8 stig. Vaxandi norðaustan og austanátt í kvöld, víða 10-18 og rigning á morgun, en 15-23 með suðurströndinni. Hiti 2 til 11 stig, mildast syðst.
Á höfuðborgarsvæðinu er norðaustan 3-8 m/s og bjartvirði en dálítil væta í kringum hádegi. Vaxandi norðaustanátt í kvöld, 10-15 og rigning á morgun. Hiti 2 til 5 stig í dag, en 3 til 8 á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga: Austlægar áttir með rigningu, einkum sunnan- og austanlands. Sunnan átt og rigning S- og V-lands á sunnudag og þriðjudag en úrkomulítið á mánudag. Hiti 1 til 8 stig.
Vegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Vesturlandi, þó er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir stökum stað.
Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum.
Góð færð er á Norðurlandi vestra og lítil hálka á láglendi en á Tröllaskaga og þaðan austur í Þingeyjarsýslur er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Hálkublettir og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði.
Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á fjallvegum. Greiðfært eru með ströndinni frá Fáskrúðsfirði og með suðurströndinni.
Hvalfjarðargöng
Vegna vinnu við vegbúnað, má búast við minniháttar töfum í Hvalfjarðargöngum í kvöld frá kl. 21:00 og fram eftir nóttu. Umferð verður stýrt með umferðarljósum á um 200 m kafla.
Eins til átta stiga hiti í dag
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
