Uppvakningar á Reykjanesinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. nóvember 2014 09:00 Dauðir munu rísa - Ógnvænleg afturganga í zombie island. mynd/skjáskot „Það er spurning um að koma henni í bíó, ef við náum að fylla sal þrisvar þá fáum við kannski meiri tíma. Annars er það bara Pirate Bay, er það ekki?“ segir Marteinn Ibsen, leikstjóri hrollvekjunnar Zombie Island. Aðstandendur hennar halda nú úti söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að fjármagna eftirvinnsluna en myndin var tekin upp árið 2012 að mestu án nokkurs fjármagns. Zombie Island er uppvakningamynd sem gerist á Íslandi og er að mestu tekin upp á ensku með íslenskum leikurum. Hún gerist á Reykjanesi og snýst um veiðimann sem vaknar með algjört minnisleysi í miðjum uppvakningafaraldri.Marteinn Ibsen, leikstjóri Zombie Island gerði myndina með æskuvinunum.mynd/kári jóhannssonEr hann ferðast dýpra inn í vírussýkta bæi Reykjanesskaga safnar hann saman eftirlifendum og reynir að finna leið af eyjunni ásamt mótefni við vírusnum. „Handritið er skrifað upp úr hruninu en þetta er eiginlega ádeila á hrunið og allt í kringum það,“ segir Marteinn. Aðstandendur myndarinnar eru æskuvinir. „Við Halldór Jón Björgvinsson, meðframleiðandi og leikari í myndinni og Guðmundur Ingvar Jónsson aðalleikari höfum verið að gera stuttmyndir síðan við vorum unglingar. Svo upp úr því að við fórum í Kvikmyndaskólann fór þetta að vera meira svona „pro“, segir hann. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er spurning um að koma henni í bíó, ef við náum að fylla sal þrisvar þá fáum við kannski meiri tíma. Annars er það bara Pirate Bay, er það ekki?“ segir Marteinn Ibsen, leikstjóri hrollvekjunnar Zombie Island. Aðstandendur hennar halda nú úti söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að fjármagna eftirvinnsluna en myndin var tekin upp árið 2012 að mestu án nokkurs fjármagns. Zombie Island er uppvakningamynd sem gerist á Íslandi og er að mestu tekin upp á ensku með íslenskum leikurum. Hún gerist á Reykjanesi og snýst um veiðimann sem vaknar með algjört minnisleysi í miðjum uppvakningafaraldri.Marteinn Ibsen, leikstjóri Zombie Island gerði myndina með æskuvinunum.mynd/kári jóhannssonEr hann ferðast dýpra inn í vírussýkta bæi Reykjanesskaga safnar hann saman eftirlifendum og reynir að finna leið af eyjunni ásamt mótefni við vírusnum. „Handritið er skrifað upp úr hruninu en þetta er eiginlega ádeila á hrunið og allt í kringum það,“ segir Marteinn. Aðstandendur myndarinnar eru æskuvinir. „Við Halldór Jón Björgvinsson, meðframleiðandi og leikari í myndinni og Guðmundur Ingvar Jónsson aðalleikari höfum verið að gera stuttmyndir síðan við vorum unglingar. Svo upp úr því að við fórum í Kvikmyndaskólann fór þetta að vera meira svona „pro“, segir hann.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira