Innlendir framleiðendur sprengja upp verð á tollkvótum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 12:53 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir óeðlilegt að innlendir framleiðendur komi í veg fyrir samkeppni með því að sprengja upp verð á tollkvótum landbúnaðarvara. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir framleiðendur kaupa upp alla tollkvóta á ostum og sprengi þar með upp verðið og geri innflutta osta óaðgengilega neytendum. Banna ætti framleiðendum að bjóða í kvótana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini á Ríkissjónvarpinu í gær að Hagar, sem sækja um undanþágu frá tollum fyrir osta sem ekki eru framleiddir hér á landi, gætu einfaldlega nýtt sér innflutningskvóta á ostum.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir innflutning á landbúnaðarafurðum byggja á tveimur alþjóðasamningum. „Annars vegar við Alþjóðaviðskiptastofnunina og hins vegar við Evrópusambandið. Reynslan hefur sýnt að það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum tollkvótum, svo mjög að þeir hafa farið út á mjög háu verði. Það eru ekki síst innnlendir framleiðendur sem hafa sótt í þessa kvóta og að okkar mati spennt upp verðið á þeim,“ segir Andrés. Með þeim afleiðingum að neytendur hafi í engu notið þess hagræðis sem ætti að fylgja innflutningnum vegna þess hvað verðið á innflutiningskvótunum sé hátt. „Við höfum gagnrýnt þetta kerfi Teljum mjög óeðlilegt að innlendir framleiðendur hafi aðgang að þessum kvótum, vegna þess að þeir hafa sprengt upp verðið á kvótunum,“ segir Andrés. Íslensk stjórnvöld geti valið milli uppboðsleiðar á tollkvótunum eða hlutkestis um hverjir fái kvótana. Það sé óeðlileg aðferð líka. „Að okkar mati er mjög óeðlilegt í þeirri stöðu sem við erum að innlendir framleiðendur hafi jafnan aðgang að þessum kvótum,“ segir Andrés. Samtök verslunar og þjónustu vilji beinlínis að þeim verði bannað að bjóða í kvótana. „Það væri leiðin sem hægt væri að fara til þess að auka líkurnar á því að neytendur nytu hagræðisins af þessum samningum,“ segir Andrés Magnússon. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir framleiðendur kaupa upp alla tollkvóta á ostum og sprengi þar með upp verðið og geri innflutta osta óaðgengilega neytendum. Banna ætti framleiðendum að bjóða í kvótana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini á Ríkissjónvarpinu í gær að Hagar, sem sækja um undanþágu frá tollum fyrir osta sem ekki eru framleiddir hér á landi, gætu einfaldlega nýtt sér innflutningskvóta á ostum.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir innflutning á landbúnaðarafurðum byggja á tveimur alþjóðasamningum. „Annars vegar við Alþjóðaviðskiptastofnunina og hins vegar við Evrópusambandið. Reynslan hefur sýnt að það er mjög mikil eftirspurn eftir þessum tollkvótum, svo mjög að þeir hafa farið út á mjög háu verði. Það eru ekki síst innnlendir framleiðendur sem hafa sótt í þessa kvóta og að okkar mati spennt upp verðið á þeim,“ segir Andrés. Með þeim afleiðingum að neytendur hafi í engu notið þess hagræðis sem ætti að fylgja innflutningnum vegna þess hvað verðið á innflutiningskvótunum sé hátt. „Við höfum gagnrýnt þetta kerfi Teljum mjög óeðlilegt að innlendir framleiðendur hafi aðgang að þessum kvótum, vegna þess að þeir hafa sprengt upp verðið á kvótunum,“ segir Andrés. Íslensk stjórnvöld geti valið milli uppboðsleiðar á tollkvótunum eða hlutkestis um hverjir fái kvótana. Það sé óeðlileg aðferð líka. „Að okkar mati er mjög óeðlilegt í þeirri stöðu sem við erum að innlendir framleiðendur hafi jafnan aðgang að þessum kvótum,“ segir Andrés. Samtök verslunar og þjónustu vilji beinlínis að þeim verði bannað að bjóða í kvótana. „Það væri leiðin sem hægt væri að fara til þess að auka líkurnar á því að neytendur nytu hagræðisins af þessum samningum,“ segir Andrés Magnússon.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira