Mótmæla kröfunni um rafræn skilríki: „16.666 klukkustundir af vinnutíma sem fer í bankaskot“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2014 11:01 vísir/gva Neytendasamtökin mótmæla því að nota þurfi rafræn skilríki við staðfestingu leiðréttingarinnar en þetta kemur fram í tilkynningu frá NS. Samhliða kynningu á leiðréttingunni voru birt kynningarmyndbönd um það hversu auðvelt það sé að verða sér úti um rafræn skilríki. Neytendasamtökin telja að það sé ekki á allra færi að skjótast út í banka til að verða sér út um rafræn skilríki. „Gerum ráð fyrir að hvert „skot“ taki 20 mínútur og áætlum að 70.000 manns þurfi að „skjótast“ í bankann til að virkja skilríkin í þeim til að geta samþykkt leiðréttinguna. Gerum svo ráð fyrir að 50.000 þeirra vinni 9 til 5 vinnu (á opnunartíma banka), og þýðir þetta þá 16.666 klst. af vinnutíma sem fer í „bankaskot“, eða sem svarar hátt í níu árum í fullri vinnu,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Samkvæmt könnun meðal starfsmanna Neytendasamtakanna eru sex af þeim sjö sem þar vinna með SIM-kort sem styðja ekki við rafræn skilríki. „Þessir sex geta pantað sér ný símkort frá sínu símafyrirtæki (þó sum þeirra virðist skv. svörum þeirra við erindi Neytendasamtakanna raunar illa undir þetta búin og óttast þann hraða sem þetta á allt að gerast á). Í kjölfarið „skjótast“ þeir starfsmenn svo bara í bankann. Eins og er kostar ekkert að vera með rafræn skilríki í síma en svo virðist þó sem mögulega verði innheimt sérstakt gjald fyrir þjónustuna, það er þó ekki ljóst hvort af því verður eða hve hátt gjaldið mun verða.“ Þeir sem ekki geta nýtt sér rafræn skilríki í farsíma þurfa að verða sér út um rafræn skilríki. „Nú virðast allir bankar hættir að gefa út debetkort með rafrænum skilríkjum en hjá Landsbankanum virðist hægt að „skjótast“ í næsta útibú og virkja eldri debetkort sem rafræn skilríki. Svo ekki geta þessir tveir starfsmenn sem eftir eru notast við debetkortin sín sem skilríki því það er ekki lengur hægt að virkja þau. Ekki er alveg ljóst af hverju bankarnir eru hættir að gefa út debetkort sem hægt er að virkja sem rafræn skilríki, en þess ber þó að geta að Síminn, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion eiga fyrirtækið Auðkenni.“Enn eitt kortið Rafræn skilríki hjá Auðkenni kosta 1500 krónur auk seðilgjalds. Þau gilda í eitt ár. Neytendasamtökin gefa sér að 50.000 manns fjárfesti í rafrænum skilríkjum og kosta þau þá samanlagt 75 milljónir króna. „Það er því til mikils að vinna fyrir eigendurna (bankana) að koma rafrænum skilríkjum á koppinn sem fyrst. Raunar – en þetta hefur þó ekki verið mikið í umræðunni – geta þeir sem eiga rétt á „leiðréttingu“ fengið skilríki með sex mánaða gildistíma endurgjaldslaust. Slík kort þarf að sækja um á vefsvæði „leiðréttingarinnar“ og opnað verður fyrir umsóknir um miðjan mánuðinn. Er þá ekkert annað eftir fyrir þá en að panta slík skilríki og „skjótast“ svo í bankann og virkja þau, verða sér úti um kortalesara sem þarf að kaupa sérstaklega (á 500-1.700 kr. eftir bönkum og vildarkerfum) og hlaða svo niður ákveðnum hugbúnaði svo hægt sé að nota kortið. Einfalt! En hvað með aldraða og fólk með lítið tölvulæsi?.“ Neytendasamtökin gagnrýna þennan flækjuhátt og telja vænlegra að styðjast við sama hátt og þegar almenningur staðfestir skattframtal sitt í gegnum heimabanka sinn. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Neytendasamtökin mótmæla því að nota þurfi rafræn skilríki við staðfestingu leiðréttingarinnar en þetta kemur fram í tilkynningu frá NS. Samhliða kynningu á leiðréttingunni voru birt kynningarmyndbönd um það hversu auðvelt það sé að verða sér úti um rafræn skilríki. Neytendasamtökin telja að það sé ekki á allra færi að skjótast út í banka til að verða sér út um rafræn skilríki. „Gerum ráð fyrir að hvert „skot“ taki 20 mínútur og áætlum að 70.000 manns þurfi að „skjótast“ í bankann til að virkja skilríkin í þeim til að geta samþykkt leiðréttinguna. Gerum svo ráð fyrir að 50.000 þeirra vinni 9 til 5 vinnu (á opnunartíma banka), og þýðir þetta þá 16.666 klst. af vinnutíma sem fer í „bankaskot“, eða sem svarar hátt í níu árum í fullri vinnu,“ segir í tilkynningu frá Neytendasamtökunum. Samkvæmt könnun meðal starfsmanna Neytendasamtakanna eru sex af þeim sjö sem þar vinna með SIM-kort sem styðja ekki við rafræn skilríki. „Þessir sex geta pantað sér ný símkort frá sínu símafyrirtæki (þó sum þeirra virðist skv. svörum þeirra við erindi Neytendasamtakanna raunar illa undir þetta búin og óttast þann hraða sem þetta á allt að gerast á). Í kjölfarið „skjótast“ þeir starfsmenn svo bara í bankann. Eins og er kostar ekkert að vera með rafræn skilríki í síma en svo virðist þó sem mögulega verði innheimt sérstakt gjald fyrir þjónustuna, það er þó ekki ljóst hvort af því verður eða hve hátt gjaldið mun verða.“ Þeir sem ekki geta nýtt sér rafræn skilríki í farsíma þurfa að verða sér út um rafræn skilríki. „Nú virðast allir bankar hættir að gefa út debetkort með rafrænum skilríkjum en hjá Landsbankanum virðist hægt að „skjótast“ í næsta útibú og virkja eldri debetkort sem rafræn skilríki. Svo ekki geta þessir tveir starfsmenn sem eftir eru notast við debetkortin sín sem skilríki því það er ekki lengur hægt að virkja þau. Ekki er alveg ljóst af hverju bankarnir eru hættir að gefa út debetkort sem hægt er að virkja sem rafræn skilríki, en þess ber þó að geta að Síminn, Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion eiga fyrirtækið Auðkenni.“Enn eitt kortið Rafræn skilríki hjá Auðkenni kosta 1500 krónur auk seðilgjalds. Þau gilda í eitt ár. Neytendasamtökin gefa sér að 50.000 manns fjárfesti í rafrænum skilríkjum og kosta þau þá samanlagt 75 milljónir króna. „Það er því til mikils að vinna fyrir eigendurna (bankana) að koma rafrænum skilríkjum á koppinn sem fyrst. Raunar – en þetta hefur þó ekki verið mikið í umræðunni – geta þeir sem eiga rétt á „leiðréttingu“ fengið skilríki með sex mánaða gildistíma endurgjaldslaust. Slík kort þarf að sækja um á vefsvæði „leiðréttingarinnar“ og opnað verður fyrir umsóknir um miðjan mánuðinn. Er þá ekkert annað eftir fyrir þá en að panta slík skilríki og „skjótast“ svo í bankann og virkja þau, verða sér úti um kortalesara sem þarf að kaupa sérstaklega (á 500-1.700 kr. eftir bönkum og vildarkerfum) og hlaða svo niður ákveðnum hugbúnaði svo hægt sé að nota kortið. Einfalt! En hvað með aldraða og fólk með lítið tölvulæsi?.“ Neytendasamtökin gagnrýna þennan flækjuhátt og telja vænlegra að styðjast við sama hátt og þegar almenningur staðfestir skattframtal sitt í gegnum heimabanka sinn.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira