Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira