Umfjöllun og viðtöl: Fram - Keflavík 1-3 | Öruggt í Laugardalnum Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júlí 2014 00:01 Vísir/Valli Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins með sigri á Fram á Laugardalsvelli eftir auðveldan sigur á Fram í kvöld. Hörður Sveinsson skoraði frábært mark í fyrri hálfleik og Sindri Snær Magnússon og Magnús Þórir Matthíasson bættu við mörkum í síðari hálfleik. Björgólfur Takefusa skoraði sárabótarmark í uppbótartíma fyrir Framara. Gestirnir úr Keflavík voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn fyllilega. Sóknarleikurinn hjá Fram var bitlaus og margar sóknir þeirra strönduðu á slökum sendingum á síðasta þriðjungnum.Ögmundur Kristinsson var ekki í marki Fram sem var mikil blóðtaka fyrir heimamenn. Í hans stað kom Hörður Fannar Björgvinsson í markið, en Hörður er fæddur árið 1997. Leikurinn byrjaði afar rólega, en bæði liðin fengu nokkur ágætis skotfæri fyrir utan teiginn sem þau náðu ekki að gera nægilega vel úr. Viktor Bjarki Arnarsson var mikið í boltanum og átti nokkur skot sem fóru þau flest framhjá eða beint í fangið á Sandqvist, en Framarar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér tvö til þrjú hálf færi. Fyrsta markið kom eftir frábæra sókn. Glæsileg spilamennska sem endaði með því að Hörður stóð einn á auðum sjó í teignum og þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann í netið. Glæsileg sókn og Keflvíkingar voru með 1-0 forystu í hálfleik. Sóknarleikurinn Framara var afar bitlaus í fyrri hálfleik. Arnþór Ari Atlason spilaði út á vinstri kantinum, en komst engan veginn í takt við leikinn og kom mikið inná miðjuna til þess að reyna sækja boltann. Alexander Már Þorláksson komst heldur ekki í takt við leikinn og var algjörlega týndur í fyrri hálfleik. Framarar þurftu að gera mun betur ætlaði liðið sér að komast í undanúrslit Borgunarbikarsins. Framarar virtust aðeins vera vakna í upphafi síðari hálfleiks, en þá Keflvíkingar aftur í og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur Framara var ekki heldur upp á marga fiska í síðari hálfleik og þeir Haukur Baldvinsson og Alexander Már voru teknir af velli eftir að Sindri Snær hafi komið Keflvíkingum í 2-0. Ekki skánaði svo ástandið þegar Magnús Þórir kom Keflvíkingum í 3-0 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá var einfaldlega leik lokið. Varamennirnir Hafþór Mar Aðalgeirsson og Ásgeir Marteinsson blésu smá lífi í sóknarleik Framara, en það var allt, allt of seint. Þriðji varamaðurinn, Björgólfur Takefusa, náði sárabótarmarki í uppbótartíma fyrir Framara. Eins og fyrr segir var sóknarleikur Framara afar bitlaus á meðan gestirnir voru ákveðnir, áræðnir og það skilaði þremur góðum mörkum. Elías Már Ómarsson lék á alls oddi og var besti maður vallarins. Sindri Snær átti einnig mjög góðan leik á miðjunni en hann hefur spilað mjög vel í ár. Keflavík er því komið í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár, en Framarar sitja eftir með sárt ennið. Magnús Þórir: Hljótið að sjá að þetta var skot„Spilamennskan var töluvert betri en á móti ÍBV. Við áttum okkar lélegasta leik í sumar á móti ÍBV og við vorum staðráðnir í að gera betur og það tókst," sagði markaskorarinn Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Keflavíkur, í leikslok. „Við þurftum að þétta vörnina betur og við vorum að gefa of mörg færi á okkur gegn ÍBV. Við erum góðir í að sækja hratt og það var uppleggið," Magnús viðurkenndi að fyrsta markið hafi komið beint af æfingasvæðinu. „Beint af æfingasvæðinu eða ekki. Bakverðirnir eiga að fara upp og þetta lukkaðist svona helvíti vel." Magnús Þórir skoraði fyrsta mark Keflavíkur með hörkuskoti af endalínunni og segir Magnús að þetta hafi verið skot. „Þetta var alltaf skot, þið hljótið að hafa séð það. Hann ætlaði að éta fyrirgjöfina þannig ég henti honum á nær," sagði Magnús glottandi og segist ekki eiga neinn draumamótherja í undanúrslitunum. „Eru ekki allir leikir í undanúrslitum erfiðir? Við viljum fá heimaleik, það skiptir engu máli hverjum við mætum. Það er örugglega hrikalega gaman að spila úrslitaleik hérna á Laugardalsvellinum. Ég hef aldrei gert það, en ég var gutti þegar Keflavík fór í úrslit 2004 og 2006 þannig maður er gríðarlega spenntur fyrir þessu," sagði Magnús Þórir í leikslok. „Það voru nokkrir hlutir sem klikkuðu. Mér fannst við fá á okkur þrjú nokkur ódýr mörk og það er erfitt að koma til baka úr því," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, við fjölmiðla í leikslok. „Mér fannst við vera sterkari, bæði áður en og eftir að þeir skoruðu. Við fengum tvö fín færi í fyrri hálfleik til að skora, en nýttum þau ekki og ekki heldur í síðari hálfleik. Það skiptir hinsvegar ekki ekki máli í bikarnum hversu stórt þú tapar og við þurftum að reyna jafna metin." „Mörk eru yfirleitt klaufanlegt. Fyrsta markið hjá Keflavík var vel spilað hjá þeim. Þeir opnuðu vörnina okkar vel, en hin tvö mörkin eru klaufaleg af okkar hálfu." Hörður Fannar Björgvinsson var í marki Framarar í dag, en hann stóð sig ágætlega fyrir utan þriðja mark Keflvíkinga sem hann getur algjörlega tekið á sig. „Hörður er ungur og efnilegur og sýndi það í dag. Það var smá klaufagangur í þriðja markinu, en úr því sem komið var hafði það lítil áhrif á leikinn." Bjarni var nokkuð brattur fyrir Evrópuverkefnið en Fram þarf að vinna upp eins marks forskot gegn Nömme Kalju ytra. „Við getum snúið við dæminu ef við spilum vel. Við fundum það í leiknum sem var hér heima að við eigum séns, en ef við erum ekki í lagi þá vinnum við ekki neinn einasta leik. Við þurfum að koma þessu aftur fyrir okkur og fókusa á leikinn á fimmtudaginn. Við þurfum að koma heim með sigur þaðan," sagði Bjarni Guðjónsson að lokum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikarsins með sigri á Fram á Laugardalsvelli eftir auðveldan sigur á Fram í kvöld. Hörður Sveinsson skoraði frábært mark í fyrri hálfleik og Sindri Snær Magnússon og Magnús Þórir Matthíasson bættu við mörkum í síðari hálfleik. Björgólfur Takefusa skoraði sárabótarmark í uppbótartíma fyrir Framara. Gestirnir úr Keflavík voru sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn fyllilega. Sóknarleikurinn hjá Fram var bitlaus og margar sóknir þeirra strönduðu á slökum sendingum á síðasta þriðjungnum.Ögmundur Kristinsson var ekki í marki Fram sem var mikil blóðtaka fyrir heimamenn. Í hans stað kom Hörður Fannar Björgvinsson í markið, en Hörður er fæddur árið 1997. Leikurinn byrjaði afar rólega, en bæði liðin fengu nokkur ágætis skotfæri fyrir utan teiginn sem þau náðu ekki að gera nægilega vel úr. Viktor Bjarki Arnarsson var mikið í boltanum og átti nokkur skot sem fóru þau flest framhjá eða beint í fangið á Sandqvist, en Framarar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér tvö til þrjú hálf færi. Fyrsta markið kom eftir frábæra sókn. Glæsileg spilamennska sem endaði með því að Hörður stóð einn á auðum sjó í teignum og þakkaði pent fyrir sig og lagði boltann í netið. Glæsileg sókn og Keflvíkingar voru með 1-0 forystu í hálfleik. Sóknarleikurinn Framara var afar bitlaus í fyrri hálfleik. Arnþór Ari Atlason spilaði út á vinstri kantinum, en komst engan veginn í takt við leikinn og kom mikið inná miðjuna til þess að reyna sækja boltann. Alexander Már Þorláksson komst heldur ekki í takt við leikinn og var algjörlega týndur í fyrri hálfleik. Framarar þurftu að gera mun betur ætlaði liðið sér að komast í undanúrslit Borgunarbikarsins. Framarar virtust aðeins vera vakna í upphafi síðari hálfleiks, en þá Keflvíkingar aftur í og náðu aftur tökum á leiknum. Sóknarleikur Framara var ekki heldur upp á marga fiska í síðari hálfleik og þeir Haukur Baldvinsson og Alexander Már voru teknir af velli eftir að Sindri Snær hafi komið Keflvíkingum í 2-0. Ekki skánaði svo ástandið þegar Magnús Þórir kom Keflvíkingum í 3-0 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá var einfaldlega leik lokið. Varamennirnir Hafþór Mar Aðalgeirsson og Ásgeir Marteinsson blésu smá lífi í sóknarleik Framara, en það var allt, allt of seint. Þriðji varamaðurinn, Björgólfur Takefusa, náði sárabótarmarki í uppbótartíma fyrir Framara. Eins og fyrr segir var sóknarleikur Framara afar bitlaus á meðan gestirnir voru ákveðnir, áræðnir og það skilaði þremur góðum mörkum. Elías Már Ómarsson lék á alls oddi og var besti maður vallarins. Sindri Snær átti einnig mjög góðan leik á miðjunni en hann hefur spilað mjög vel í ár. Keflavík er því komið í undanúrslit Borgunarbikarsins í ár, en Framarar sitja eftir með sárt ennið. Magnús Þórir: Hljótið að sjá að þetta var skot„Spilamennskan var töluvert betri en á móti ÍBV. Við áttum okkar lélegasta leik í sumar á móti ÍBV og við vorum staðráðnir í að gera betur og það tókst," sagði markaskorarinn Magnús Þórir Matthíasson, leikmaður Keflavíkur, í leikslok. „Við þurftum að þétta vörnina betur og við vorum að gefa of mörg færi á okkur gegn ÍBV. Við erum góðir í að sækja hratt og það var uppleggið," Magnús viðurkenndi að fyrsta markið hafi komið beint af æfingasvæðinu. „Beint af æfingasvæðinu eða ekki. Bakverðirnir eiga að fara upp og þetta lukkaðist svona helvíti vel." Magnús Þórir skoraði fyrsta mark Keflavíkur með hörkuskoti af endalínunni og segir Magnús að þetta hafi verið skot. „Þetta var alltaf skot, þið hljótið að hafa séð það. Hann ætlaði að éta fyrirgjöfina þannig ég henti honum á nær," sagði Magnús glottandi og segist ekki eiga neinn draumamótherja í undanúrslitunum. „Eru ekki allir leikir í undanúrslitum erfiðir? Við viljum fá heimaleik, það skiptir engu máli hverjum við mætum. Það er örugglega hrikalega gaman að spila úrslitaleik hérna á Laugardalsvellinum. Ég hef aldrei gert það, en ég var gutti þegar Keflavík fór í úrslit 2004 og 2006 þannig maður er gríðarlega spenntur fyrir þessu," sagði Magnús Þórir í leikslok. „Það voru nokkrir hlutir sem klikkuðu. Mér fannst við fá á okkur þrjú nokkur ódýr mörk og það er erfitt að koma til baka úr því," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, við fjölmiðla í leikslok. „Mér fannst við vera sterkari, bæði áður en og eftir að þeir skoruðu. Við fengum tvö fín færi í fyrri hálfleik til að skora, en nýttum þau ekki og ekki heldur í síðari hálfleik. Það skiptir hinsvegar ekki ekki máli í bikarnum hversu stórt þú tapar og við þurftum að reyna jafna metin." „Mörk eru yfirleitt klaufanlegt. Fyrsta markið hjá Keflavík var vel spilað hjá þeim. Þeir opnuðu vörnina okkar vel, en hin tvö mörkin eru klaufaleg af okkar hálfu." Hörður Fannar Björgvinsson var í marki Framarar í dag, en hann stóð sig ágætlega fyrir utan þriðja mark Keflvíkinga sem hann getur algjörlega tekið á sig. „Hörður er ungur og efnilegur og sýndi það í dag. Það var smá klaufagangur í þriðja markinu, en úr því sem komið var hafði það lítil áhrif á leikinn." Bjarni var nokkuð brattur fyrir Evrópuverkefnið en Fram þarf að vinna upp eins marks forskot gegn Nömme Kalju ytra. „Við getum snúið við dæminu ef við spilum vel. Við fundum það í leiknum sem var hér heima að við eigum séns, en ef við erum ekki í lagi þá vinnum við ekki neinn einasta leik. Við þurfum að koma þessu aftur fyrir okkur og fókusa á leikinn á fimmtudaginn. Við þurfum að koma heim með sigur þaðan," sagði Bjarni Guðjónsson að lokum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Sjá meira