Segja „eingáttastefnu stjórnvalda“ skaða Ísland Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2014 17:22 „Nú þegar stefnt er að allt að 15 milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórnvalda sé að byggja þar upp einu millilandagátt landsins,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Valli Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í fréttatilkynningu segja þau brýnt að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurbrú, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Norðurlands, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga skora í tilkynningunni á að stjórnvöld beiti sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opni þegar í stað aðra gátt inn í landið. „Nú þegar stefnt er að allt að 15 milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórnvalda sé að byggja þar upp einu millilandagátt landsins. Þetta skýtur skökku við þegar litið er til þróunar undangenginna ára og þeirra krafna sem heyrast í auknum mæli frá erlendum ferðaþjónustuaðilum um aukna fjölbreytni og valkosti í ferðum til Íslands. Þetta er enn fremur athyglisvert í ljósi yfirlýsinga um nauðsyn þess að dreifa stórauknum ferðamannastraumi um landið, sbr. ferðamálaáætlun, byggðaáætlun 2014 – 2017 og skýrslu Boston Consulting Group sem var m.a. unnin fyrir Isavia. Stjórnvöld verða að búa varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli kröfur um þjónustustig vegna aukinnar umferðar, auk þess sem öryggi sjúklinga á stórum svæðum er stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja, eins og nýlegt dæmi frá Alexandersflugvelli sannar. Brýnt er að ríkið (Isavia) tryggi nauðsynlegt fjármagn til þessara framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þeir aðilar sem að þessari ályktun standa eru tilbúnir að taka þátt í þeirri nauðsynlegu stefnumörkun sem þarf að eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu, ekki síst hvað varðar aðrar fluggáttir inn í landið. Leiða má að því líkum að með því að hafa Keflavíkurflugvöll í forgrunni sem gátt fyrir millilandaflug séu stjórnvöld að stuðla að byggðaröskun. Þannig er flutningur starfa af landsbyggðinni, m.a. í fiskvinnslu, bein afleiðing þessa en birtist jafnframt í lakri nýtingu fjárfestingu í atvinnuuppbyggingu um land allt umfram 100 km akstursvegalengdar frá höfuðborgarsvæði. Stjórnvöld stýra því hvernig þessi uppbygging á sér stað. Stjórnvöldum er í lófa lagið að beina aukinni ásókn erlendra flugrekenda í aðrar áttir en til Keflavíkur og þannig auðvelda dreifingu ferðamanna um landið. Á sama tíma myndu þau stuðla að bættum samgöngum við umheiminn frá landinu öllu,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í fréttatilkynningu segja þau brýnt að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra, Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Austurbrú, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Norðurlands, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga skora í tilkynningunni á að stjórnvöld beiti sér tafarlaust fyrir breyttri stefnu hvað millilandaflug um Ísland varðar og opni þegar í stað aðra gátt inn í landið. „Nú þegar stefnt er að allt að 15 milljarða uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli virðist ljóst að stefna stjórnvalda sé að byggja þar upp einu millilandagátt landsins. Þetta skýtur skökku við þegar litið er til þróunar undangenginna ára og þeirra krafna sem heyrast í auknum mæli frá erlendum ferðaþjónustuaðilum um aukna fjölbreytni og valkosti í ferðum til Íslands. Þetta er enn fremur athyglisvert í ljósi yfirlýsinga um nauðsyn þess að dreifa stórauknum ferðamannastraumi um landið, sbr. ferðamálaáætlun, byggðaáætlun 2014 – 2017 og skýrslu Boston Consulting Group sem var m.a. unnin fyrir Isavia. Stjórnvöld verða að búa varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli kröfur um þjónustustig vegna aukinnar umferðar, auk þess sem öryggi sjúklinga á stórum svæðum er stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja, eins og nýlegt dæmi frá Alexandersflugvelli sannar. Brýnt er að ríkið (Isavia) tryggi nauðsynlegt fjármagn til þessara framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þeir aðilar sem að þessari ályktun standa eru tilbúnir að taka þátt í þeirri nauðsynlegu stefnumörkun sem þarf að eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu, ekki síst hvað varðar aðrar fluggáttir inn í landið. Leiða má að því líkum að með því að hafa Keflavíkurflugvöll í forgrunni sem gátt fyrir millilandaflug séu stjórnvöld að stuðla að byggðaröskun. Þannig er flutningur starfa af landsbyggðinni, m.a. í fiskvinnslu, bein afleiðing þessa en birtist jafnframt í lakri nýtingu fjárfestingu í atvinnuuppbyggingu um land allt umfram 100 km akstursvegalengdar frá höfuðborgarsvæði. Stjórnvöld stýra því hvernig þessi uppbygging á sér stað. Stjórnvöldum er í lófa lagið að beina aukinni ásókn erlendra flugrekenda í aðrar áttir en til Keflavíkur og þannig auðvelda dreifingu ferðamanna um landið. Á sama tíma myndu þau stuðla að bættum samgöngum við umheiminn frá landinu öllu,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira