„Nú er ekkert annað hægt en að skoða framhaldið. Okkur er sagt að allt sem er innandyra sé annaðhvort brunnið eða handónýtt. Við göngum bara út frá því að byggingin sé horfin. Við teljum okkur ágætlega tryggða.“
Ingþór og hans fólk er strax farið að huga að framhaldinu.
„Eitt er að velta fyrir sér hugsanlegu tjóni. En við verðum að vernda vörumerkið. Það er stutt í næsta skólaár , sem er einn stærsti pósturinn í verslun Griffils. Við erum strax farin að huga að nýrri verslun á nýjum stað,” segir Ingþór.
„Við erum þess fullviss að við munum rísa úr öskunni fljótt.“



