Jafnrétti – er von? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 20. nóvember 2014 08:00 Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Sjá meira
Enn er langt í land þegar litið er til jafnréttis í okkar samfélagi. Niðurstöður gefa okkur neikvæða mynd af viðhorfum ungmenna til jafnréttis. Samfélagið í heild sinni virðist engan veginn vera að standa sig í stykkinu. Hugmyndir ungmenna um hlutverk kynjanna gefa til kynna að hægt þokist áfram og jafnvel sé um afturför að ræða. Vonbrigði leyna sér ekki, hver jafnréttisráðstefnan á fætur annarri er haldin þar sem farið er yfir frekar vonlausa stöðu, mikinn launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi í garð kvenna, hlutfall kvenna ekki sem skyldi í stjórnendastöðum svo ekki sé upptalin staða minnihlutahópa samfélagsins sem hallar á á degi hverjum. Mikil vonbrigði fylla hjörtu jafnréttissinna.En er von? Ástæða þessara skrifa er hins vegar raunveruleikinn sem ég bý við í starfi mínu með börnum í Hjallastefnuskóla, sú jafnréttiskennsla sem ég hef orðið vitni að og skilar áþreifanlegum árangri í þankagangi barna. Það er nefnilega þannig að við getum haft mikil áhrif á jafnréttismál með því að fylgja jafnréttiskennslu eftir í leik- og grunnskólum. Meðvitaðir kennarar um stöðu jafnréttismála, kennarar sem láta sig málið varða og láta verkin tala. Þar sem unnið er með viðhorf sem móta börn og ungmenni, vinna sem leiðir af sér ný viðhorf, nýja sýn sem gefur okkur ástæðu til þess að trúa því að það sé von.Tæki til jafnréttiskennslu Að starfa með börnum frá 10-12 ára sem hafa flest gengið í Hjallastefnuskóla frá því þau hófu skólagöngu sína í leikskóla og sjá og heyra hvernig viðhorf þeirra mótast og taka breytingum frá ári til árs er undursamlegt. Leið Hjallastefnunnar til jafnréttiskennslu er aðeins ein af mörgum og alls ekki sú eina rétta en hún virkar hins vegar og það er dásamlegur veruleiki sem við búum við. Það að vinna með leið sem skilar árangri gefur okkur tilefni til þess að fyllast jákvæðni og trú á að það sé virkilega von. Kynjaskipt skólastarf með markvissri uppbótavinnu fyrir bæði kyn er gríðarlega öflug leið en ég er hins vegar algjörlega sannfærð um að það eigi það sama við um fleiri leiðir. Aðalatriðið er eftirfylgni, markmið og skýr sýn á leiðir að árangrinum – í jafnréttiskennslu líkt og í allri annarri kennslu.Ný aðalnámskrá – jafnrétti Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla er sérstaklega fjallað um jafnrétti sem grunnþátt í öllu námi barna og því ber öllum skólum að fræða og búa börnum tækifæri innan skólakerfisins til frekari þroska, aukna jafnréttisvitund sem leiðir af sér breytt viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Það er hægt að koma mikilvægi jafnréttisviðhorfa til skila til barna og hafa jákvæð áhrif á viðhorf þeirra til jafnréttismála með því að standa með jafnréttiskennslu strax í leikskóla og áfram menntaveginn. Það hefur sýnt sig svo um munar hjá 12 ára hjallastefnubörnum. Þar verðum við áþreifanlega vör við að slík vinna beri raunverulegan ávinning þar sem stúlkur standa með sjálfum sér og drengir tala fyrir mikilvægi jafnrétti stúlkna jafnt sem drengja af hjartans einlægni. Ég nefni sérstaklega 12 ára börn vegna þess að viðhorfakennsla tekur tíma. Það þarf virkilega að standa með slíkri kennslu eins og við kjósum að kalla það hjá Hjallastefnunni. Galdurinn er nefnilega m.a. sá að standa með ákvörðunum og fylgja verkefnum eftir af trúmennsku. Þá á einhverjum tímapunkti springur afraksturinn út eins og blóm í haga. Ef skólasamfélagið virkilega beitir sér þá er von!
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun