Barnaníðingurinn Bjartur í Sumarhúsum Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2014 11:13 Leikstjórinn Þorleifur Örn ávarpar salinn. Ef af líkum lætur mun jólasýning Þjóðleikhússins reynast umdeild. visir/rebekka sif Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness var til umræðu í gær og ef marka má það sem þar kom fram má búast við því að jólasýning Þjóðleikhússins, sem byggir á því verki, verði umdeild. Aðstandendur sýningarinnar hafa krufið verkið og meðal annars fundið út að Bjartur í Sumarhúsum er ekki allur þar sem hann sýnist og Ásta Sóllilja er telst nú fórnarlamb misnotkunar. Fjölmennt og fjörugt málþing var haldið í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi. Framsögumenn voru ekki af verri endanum; nefnilega þau Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og Illugi Jökulsson rithöfundur, en öll eru þau sérfróð í Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Auk þeirra fluttu tölu þeir Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Símon Birgisson dramatúrg, en þeir eru nú að vinna að uppsetningu verksins í Þjóðleikhúsinu. Hin miðlæga persóna verksins, Bjartur í Sumarhúsum, hefur lengi verið þjóðinni hugleikin, upphafinn og talinn einskonar tákn sjálfstæðisins, en Bjarti voru ekki vandaðar kveðjurnar í Stúdentakjallaranum, hann sagður hið mesta ómenni -- jafnvel barnaníðingur. Þetta er reyndar ekki ný sýn, en Hallgrímur Helgason rithöfundur fór þangað í bók sinni Höfundur Íslands, en það var innan ramma skáldskapar. Já, ýmislegt kom þeim á óvart sem mættu í Stúdentakjallarann með rómantíska sýn á verkið í farteskinu. Meðal annars sagðist Illugi aðeins hugsa til Bjarts þegar hann sæi hryllilegar fréttir um karlmenn sem lokuðu konur inni og beittu ofbeldi í ár eða áratugi. Símon sagði að Bjartur hefði misnotað börn sín og las meðal annars upp sláandi lýsingu Ástu Sóllilju um hryllilega vanlíðan sína, sem endaði á orðunum: Hversvegna hallaði ég mér að honum. Hannes Hólmsteinn, stjórnmálaprófessor, sem hefur skrifað þykka doðranta um Halldór, tók undir orð Símonar, en gengur lengra, og sagði oft hægt að finna pedófíla í skáldskap Laxness, og benti sér til stuðnings á Ólaf Kárason ljósvíking, sem og Bjart sjálfan. En, hvernig gekk þetta fyrir sig?Hannes og Illugi hafa ýmsa hildi háð en sammála eru þeir um að Bjartur hafi verið fantur og fúlmenni.visir/rebekka sifSkrímsl og níðingurFyrstur tók Illugi til máls, en hann fór yfir áhugavert samtal sitt við Halldór sjálfan árið 1984. Illugi segist hafa lesið viðtal við ungan og góðan bónda fyrir nokkrum árum, en sá líkti sér við Bjart í Sumarhúsum og gerði það stoltur. Illugi segir að þessi orð hafi komið honum á óvart, það er að segja, að nokkur maður skyldi líkja sér við Bjart. Úr varð að Illugi skrifaði fræga grein þar sem hann sagði Bjart vera ófreskju. Í erindi sínu dró Illugi hvergi úr og lýsti því þegar hann var 24 ára gamall og ræddi við Laxness, þá fyrir tímarit sem Illugi starfaði hjá. Illugi lýsir því hvernig viðtalið hafi tekið stakkaskiptum eftir að hann spurði skáldið út í Bjart, sem blaðamaðurinn hafði þá miklar mætur á, líkt og þjóðin öll. Hann sagði þjóðina alla hafa litið þannig á þessa frægu persónu að hún byggi yfir eftirsóknarverðum eiginleikum, eins og þrautseigju, óbilandi sjálfstæðisþrá, auk þess sem Bjartur vildi ekki skulda neinum neitt. Þannig hafi þjóðin trúað því í áraraðir að Hann væri aðdáunarverður maður. „Upphófst þá reiðilestur höfundar um persónu sína,“ lýsti Illugi þegar hann ræddi við Halldór sem hann segir að hafi farið afar hörðum höndum um persónu sína. „Og Halldóri var svo mikið niðri fyrir, en það kom mér svo á óvart að ég dró úr þegar ég skrifaði viðtalið vegna þess mikla fúkyrðaflaums sem hafði um Bjart að segja.“ Og Illugi bendir á að Bjartur hafi ekki verið sjálfstæður og ekki einu sinni unnið hörðum höndum að því að eignast jörð sína, heldur fengið hana fyrir að giftast henni Rósu, sem hann síðar beinlínis drap, að mati Illuga. Eins hafi Bjartur beitt börn sín ofbeldi í „fjölbreyttum“ skilningi þessa orðs, eins og Illugi komst að orði. Eins bendir Illugi á að hann hafi verið vondur við dýr, meðal annars hundinn sinn sem og kúna sem hann kaupir eftir að Rósa þrábiður hann um slíkan grip. Hann segir að viðbrögð skáldsins hafi komið sér í opna skjöldu á sínum tíma og úr varð að hann dempaði viðtalið allverulega og lýsti ekki raunverulegum skoðunum skáldsins. „Eftir á að hyggja er það alveg stórfurðulegt uppátæki hjá 24 ára manni,“ bætti Illugi þá við. Hann sagði niðurstöðuna einfalda; Bjartur var skrímsli og níðingur.Fjörugar pallborðsumræður en þarna fylgjast Símon og Dagný með Þorleifi Erni fara á flug.visir/Rebekka SifLýsingar af misnotkun fengu á handritshöfunda Símon Birgisson lýsti því hvað heillaði hann við bókina. Hann skrifar handritið fyrir Þjóðleikhúsið ásamt Ólafi Egilssyni og aðalleikara sýningarinnar, Atla Rafni Sigurðarsyni. „Þegar maður nálgast svona verk myndar maður rithóp og maður verður að taka afstöðu til verksins,“ lýsti Símon. „Ég fékk því að taka afstöðu með Bjarti og þannig þurfti ég að skoða hann sem manneskju,“ bætti hann við. Hann sagði að stór hluti af ástæðunni fyrir því að Bjartur væri beinlínis ófreskja, væri sú að hann væri fórnarlamb harðneskjulegs samfélags sem hann fæddist inní. „Að mínu viti er hann fórnarlamb þessarar stóru vélar, samfélagsins, sem miðar að því að steypa allt í sitt mót,“ útskýrði Símon. Símon segir að það sé einnig önnur hlið á Bjarti, sem er harðstjórinn sem kúgar og beitir ofbeldi til þess að halda völdum sínum. Og þar þykir Símoni skáldið meðal annars sína kvenpersónum sínum afar djúpan skilning. „Misnotkunin, meðferðin á Ástu Sóllilju og lýsingarnar, fá á mann,“ sagði Símon sem las brot úr handritinu í kjölfarið: Ásta Sóllilja: Ég vakna áður en dagurinn rís yfir blóðið. Það er kalt. Ég bít saman tönnunum. Kveiki upp í maskínunni. Hendur mínar… stúlkuhendur… með grófu bláleitu hörundi. Ég er orðin stór stúlka. Ég kveiki eldinn. Baðstofan fyllist af reyk. Engin leið til baka. Óskastundin. Unaður margfaldaður með flæðandi kvöl. Þúsund margfaldað með miljón. Eins og ég hafi verið skorin með beittum hníf, sundurslitin og marin. Slátrað. Líkaminn eins og blóðrunnið sundurhlutað kjöt. Aldrei, aldrei. Hversvegna lét ég hann… Hversvegna hallaði ég mér upp að honum þegar hann slökkti ljósið.Pedófílar í mörgum sögum LaxnessHannes Hólmsteinn, sem hefur skrifað ævisögu Laxness eins og frægt er orðið, tók undir orð Símonar, en bætti í ef eitthvað er, og sagði sumar persónur Halldórs hreina og klára barnaníðinga. „Sumar söguhetjur Laxness eru barnaníðingar, paedophilar, til dæmis Ólafur Kárason, þótt hann hafi venjulega notið óskiptar samúðar lesenda, af því að hann er minnipokamaður, loser. Salka Valka, Steinunn í Paradísarheimt og fleiri ungar stúlkur eru það, sem kallað er nú á dögum misnotaðar,“ sagði Hannes, en hann hefur skrifað pistil um upplifun sína af fundinum. Leikstjóri sýningarinnar, Þorleifur Örn, sagði að magnaðasta afrek Laxness hefði verið að skrifa svona meistaralega um þessa persónu,. „Og ef þú sviptir hulunni af þessari íróníku fegurð textans, finnur þú ansi margt áhugavert,“ sagði Þorleifur sem bætti við að efni sögunnar stæði samfélaginu enn svo nærri að það væri eins og það hefði verið skrifað í gær. „Að lesa Sjálfstætt fólk er næstum eins og að lesa fjölmiðla í dag,“ sagði hann og útskýrði að þarna væri að finna ótrúlegustu persónur sem ganga um samfélagið í dag.Fjölmennt og góðmennt var í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi og má meðal annars greina leikarana Tinnu Gunnlaugsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur og Pálma Gestsson.visir/Rebekka SifHreindýrareiðin lygasaga? En, það er mikil einföldun að vilja þrengja sýn á þetta höfuðverk íslenskra bókmennta við það eitt að skoða hana í þessu ljósi; kynferðislegrar misnotkunar. Til að mynda fékk Þorleifur áhugaverða spurningu úr sal þar sem hann var spurður hvernig leikhúsið ætlaði að tækla frægan kafla í bókinni þegar Bjartur ríður á hreindýri. Þorleifur sagði að atriðið ætti sér hliðstæðu í sögunni um Pétur Gaut, sem var, eins og frægt er, afar lyginn, en sjálfur sagðist hann hafa riðið hreindýri þegar sannleikurinn var sá að hann lá afvelta á einhverju fylleríi. „Þannig maður veltir fyrir sér hvort frásögn Bjarts hafi ekki bara lygi,“ sagði Þorleifur. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslensku, hélt einnig framsögu. Þar sagði hún marga líkja bókinni við gríska harmleiki, þar sem hlutar bókanna enda allir skelfilega. Hún bendir þó á að í grísku harmleikjunum gerði sögupersónan oftast uppreisn gegn guðunum. Bjartur aftur á móti var hundheiðinn að hennar mati. „Hann neitar meðal annars að fara með faðirvorið því það er órímað ljóð,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Það er helst það sé guð kapítalsins sem sé hans leiðarstef.“ Dagný bendir þannig á að Bjartur hafi verið algjörlega drifinn áfram af því að eiga hluti. Og tilfinningaleg sambönd, svo sem við konu sína og börn, hafi hann túlkað sem eign sína, og geri engan mun á séraguðmundarkyninu og fjölskyldu sinni hvað það varðaði.Bjartur og ESB Í lokin stóðst Símon ekki mátið, og spurði Hannes hvort hann teldi Bjart, ef hann væri lifandi manneskja, vera andvígan eða hliðhollan ESB. Hannes hló og svaraði svo: „Ég bara veit það ekki.“ Bætti hann svo við að hann hefði sjaldan orðið svona kjaftstopp. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness var til umræðu í gær og ef marka má það sem þar kom fram má búast við því að jólasýning Þjóðleikhússins, sem byggir á því verki, verði umdeild. Aðstandendur sýningarinnar hafa krufið verkið og meðal annars fundið út að Bjartur í Sumarhúsum er ekki allur þar sem hann sýnist og Ásta Sóllilja er telst nú fórnarlamb misnotkunar. Fjölmennt og fjörugt málþing var haldið í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi. Framsögumenn voru ekki af verri endanum; nefnilega þau Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og Illugi Jökulsson rithöfundur, en öll eru þau sérfróð í Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Auk þeirra fluttu tölu þeir Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Símon Birgisson dramatúrg, en þeir eru nú að vinna að uppsetningu verksins í Þjóðleikhúsinu. Hin miðlæga persóna verksins, Bjartur í Sumarhúsum, hefur lengi verið þjóðinni hugleikin, upphafinn og talinn einskonar tákn sjálfstæðisins, en Bjarti voru ekki vandaðar kveðjurnar í Stúdentakjallaranum, hann sagður hið mesta ómenni -- jafnvel barnaníðingur. Þetta er reyndar ekki ný sýn, en Hallgrímur Helgason rithöfundur fór þangað í bók sinni Höfundur Íslands, en það var innan ramma skáldskapar. Já, ýmislegt kom þeim á óvart sem mættu í Stúdentakjallarann með rómantíska sýn á verkið í farteskinu. Meðal annars sagðist Illugi aðeins hugsa til Bjarts þegar hann sæi hryllilegar fréttir um karlmenn sem lokuðu konur inni og beittu ofbeldi í ár eða áratugi. Símon sagði að Bjartur hefði misnotað börn sín og las meðal annars upp sláandi lýsingu Ástu Sóllilju um hryllilega vanlíðan sína, sem endaði á orðunum: Hversvegna hallaði ég mér að honum. Hannes Hólmsteinn, stjórnmálaprófessor, sem hefur skrifað þykka doðranta um Halldór, tók undir orð Símonar, en gengur lengra, og sagði oft hægt að finna pedófíla í skáldskap Laxness, og benti sér til stuðnings á Ólaf Kárason ljósvíking, sem og Bjart sjálfan. En, hvernig gekk þetta fyrir sig?Hannes og Illugi hafa ýmsa hildi háð en sammála eru þeir um að Bjartur hafi verið fantur og fúlmenni.visir/rebekka sifSkrímsl og níðingurFyrstur tók Illugi til máls, en hann fór yfir áhugavert samtal sitt við Halldór sjálfan árið 1984. Illugi segist hafa lesið viðtal við ungan og góðan bónda fyrir nokkrum árum, en sá líkti sér við Bjart í Sumarhúsum og gerði það stoltur. Illugi segir að þessi orð hafi komið honum á óvart, það er að segja, að nokkur maður skyldi líkja sér við Bjart. Úr varð að Illugi skrifaði fræga grein þar sem hann sagði Bjart vera ófreskju. Í erindi sínu dró Illugi hvergi úr og lýsti því þegar hann var 24 ára gamall og ræddi við Laxness, þá fyrir tímarit sem Illugi starfaði hjá. Illugi lýsir því hvernig viðtalið hafi tekið stakkaskiptum eftir að hann spurði skáldið út í Bjart, sem blaðamaðurinn hafði þá miklar mætur á, líkt og þjóðin öll. Hann sagði þjóðina alla hafa litið þannig á þessa frægu persónu að hún byggi yfir eftirsóknarverðum eiginleikum, eins og þrautseigju, óbilandi sjálfstæðisþrá, auk þess sem Bjartur vildi ekki skulda neinum neitt. Þannig hafi þjóðin trúað því í áraraðir að Hann væri aðdáunarverður maður. „Upphófst þá reiðilestur höfundar um persónu sína,“ lýsti Illugi þegar hann ræddi við Halldór sem hann segir að hafi farið afar hörðum höndum um persónu sína. „Og Halldóri var svo mikið niðri fyrir, en það kom mér svo á óvart að ég dró úr þegar ég skrifaði viðtalið vegna þess mikla fúkyrðaflaums sem hafði um Bjart að segja.“ Og Illugi bendir á að Bjartur hafi ekki verið sjálfstæður og ekki einu sinni unnið hörðum höndum að því að eignast jörð sína, heldur fengið hana fyrir að giftast henni Rósu, sem hann síðar beinlínis drap, að mati Illuga. Eins hafi Bjartur beitt börn sín ofbeldi í „fjölbreyttum“ skilningi þessa orðs, eins og Illugi komst að orði. Eins bendir Illugi á að hann hafi verið vondur við dýr, meðal annars hundinn sinn sem og kúna sem hann kaupir eftir að Rósa þrábiður hann um slíkan grip. Hann segir að viðbrögð skáldsins hafi komið sér í opna skjöldu á sínum tíma og úr varð að hann dempaði viðtalið allverulega og lýsti ekki raunverulegum skoðunum skáldsins. „Eftir á að hyggja er það alveg stórfurðulegt uppátæki hjá 24 ára manni,“ bætti Illugi þá við. Hann sagði niðurstöðuna einfalda; Bjartur var skrímsli og níðingur.Fjörugar pallborðsumræður en þarna fylgjast Símon og Dagný með Þorleifi Erni fara á flug.visir/Rebekka SifLýsingar af misnotkun fengu á handritshöfunda Símon Birgisson lýsti því hvað heillaði hann við bókina. Hann skrifar handritið fyrir Þjóðleikhúsið ásamt Ólafi Egilssyni og aðalleikara sýningarinnar, Atla Rafni Sigurðarsyni. „Þegar maður nálgast svona verk myndar maður rithóp og maður verður að taka afstöðu til verksins,“ lýsti Símon. „Ég fékk því að taka afstöðu með Bjarti og þannig þurfti ég að skoða hann sem manneskju,“ bætti hann við. Hann sagði að stór hluti af ástæðunni fyrir því að Bjartur væri beinlínis ófreskja, væri sú að hann væri fórnarlamb harðneskjulegs samfélags sem hann fæddist inní. „Að mínu viti er hann fórnarlamb þessarar stóru vélar, samfélagsins, sem miðar að því að steypa allt í sitt mót,“ útskýrði Símon. Símon segir að það sé einnig önnur hlið á Bjarti, sem er harðstjórinn sem kúgar og beitir ofbeldi til þess að halda völdum sínum. Og þar þykir Símoni skáldið meðal annars sína kvenpersónum sínum afar djúpan skilning. „Misnotkunin, meðferðin á Ástu Sóllilju og lýsingarnar, fá á mann,“ sagði Símon sem las brot úr handritinu í kjölfarið: Ásta Sóllilja: Ég vakna áður en dagurinn rís yfir blóðið. Það er kalt. Ég bít saman tönnunum. Kveiki upp í maskínunni. Hendur mínar… stúlkuhendur… með grófu bláleitu hörundi. Ég er orðin stór stúlka. Ég kveiki eldinn. Baðstofan fyllist af reyk. Engin leið til baka. Óskastundin. Unaður margfaldaður með flæðandi kvöl. Þúsund margfaldað með miljón. Eins og ég hafi verið skorin með beittum hníf, sundurslitin og marin. Slátrað. Líkaminn eins og blóðrunnið sundurhlutað kjöt. Aldrei, aldrei. Hversvegna lét ég hann… Hversvegna hallaði ég mér upp að honum þegar hann slökkti ljósið.Pedófílar í mörgum sögum LaxnessHannes Hólmsteinn, sem hefur skrifað ævisögu Laxness eins og frægt er orðið, tók undir orð Símonar, en bætti í ef eitthvað er, og sagði sumar persónur Halldórs hreina og klára barnaníðinga. „Sumar söguhetjur Laxness eru barnaníðingar, paedophilar, til dæmis Ólafur Kárason, þótt hann hafi venjulega notið óskiptar samúðar lesenda, af því að hann er minnipokamaður, loser. Salka Valka, Steinunn í Paradísarheimt og fleiri ungar stúlkur eru það, sem kallað er nú á dögum misnotaðar,“ sagði Hannes, en hann hefur skrifað pistil um upplifun sína af fundinum. Leikstjóri sýningarinnar, Þorleifur Örn, sagði að magnaðasta afrek Laxness hefði verið að skrifa svona meistaralega um þessa persónu,. „Og ef þú sviptir hulunni af þessari íróníku fegurð textans, finnur þú ansi margt áhugavert,“ sagði Þorleifur sem bætti við að efni sögunnar stæði samfélaginu enn svo nærri að það væri eins og það hefði verið skrifað í gær. „Að lesa Sjálfstætt fólk er næstum eins og að lesa fjölmiðla í dag,“ sagði hann og útskýrði að þarna væri að finna ótrúlegustu persónur sem ganga um samfélagið í dag.Fjölmennt og góðmennt var í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi og má meðal annars greina leikarana Tinnu Gunnlaugsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur og Pálma Gestsson.visir/Rebekka SifHreindýrareiðin lygasaga? En, það er mikil einföldun að vilja þrengja sýn á þetta höfuðverk íslenskra bókmennta við það eitt að skoða hana í þessu ljósi; kynferðislegrar misnotkunar. Til að mynda fékk Þorleifur áhugaverða spurningu úr sal þar sem hann var spurður hvernig leikhúsið ætlaði að tækla frægan kafla í bókinni þegar Bjartur ríður á hreindýri. Þorleifur sagði að atriðið ætti sér hliðstæðu í sögunni um Pétur Gaut, sem var, eins og frægt er, afar lyginn, en sjálfur sagðist hann hafa riðið hreindýri þegar sannleikurinn var sá að hann lá afvelta á einhverju fylleríi. „Þannig maður veltir fyrir sér hvort frásögn Bjarts hafi ekki bara lygi,“ sagði Þorleifur. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslensku, hélt einnig framsögu. Þar sagði hún marga líkja bókinni við gríska harmleiki, þar sem hlutar bókanna enda allir skelfilega. Hún bendir þó á að í grísku harmleikjunum gerði sögupersónan oftast uppreisn gegn guðunum. Bjartur aftur á móti var hundheiðinn að hennar mati. „Hann neitar meðal annars að fara með faðirvorið því það er órímað ljóð,“ útskýrir hún og heldur áfram: „Það er helst það sé guð kapítalsins sem sé hans leiðarstef.“ Dagný bendir þannig á að Bjartur hafi verið algjörlega drifinn áfram af því að eiga hluti. Og tilfinningaleg sambönd, svo sem við konu sína og börn, hafi hann túlkað sem eign sína, og geri engan mun á séraguðmundarkyninu og fjölskyldu sinni hvað það varðaði.Bjartur og ESB Í lokin stóðst Símon ekki mátið, og spurði Hannes hvort hann teldi Bjart, ef hann væri lifandi manneskja, vera andvígan eða hliðhollan ESB. Hannes hló og svaraði svo: „Ég bara veit það ekki.“ Bætti hann svo við að hann hefði sjaldan orðið svona kjaftstopp.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira