Kjarabarátta tónlistarskólakennara Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 10:59 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun