Kjarabarátta tónlistarskólakennara Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 10:59 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun