Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 19:32 Hluti af verkefninu Austurland: Designs from Nowhere. Mynd/Aðsend Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands sem afhent voru rétt í þessu. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent en athöfnin fór fram í Kristalsal Þjóðleikhússins. „Designs from Nowhere eða Austurland, er verkefni sem snýst um að kanna möguleika til framleiðslu og atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri og Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu Lohmann og Gero Grundmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum,“ eins og segir í tilkynningu um verðlaunin. Þá segir í umsögn dómnefndar að verkið sýni á sannfærandi hátt hvernig hlutverk hönnuða felist sífellt meira í því „efla sýn og auka metnað til framleiðslu. [...] Verkefnið, sem var bundið við Austurland, sýnir að með samstilltri sýn og virðingu fyrir menningu á hverjum stað, þar sem handverk, þekking og staðbundinn efniviður er kannaður til hlítar, felur í sér aukin tækifæri til að skapa framúrskarandi verk og hlýtur að vera hvatning öllum til handa.“ Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014 skipuðu þau Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, Örn Smári Gíslason, sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður, Laufey Jónsdóttir fatahönnuður og formaður Fatahönnunarfélags Íslands Tinna Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi hönnuður og kennari við Listaháskóla Íslands Önnur verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna voru Ljósmyndastúdíó H71a, Magnea AW2014 og Skvís. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Austurland: Designs from Nowhere hlaut Hönnunarverðlaun Íslands sem afhent voru rétt í þessu. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent en athöfnin fór fram í Kristalsal Þjóðleikhússins. „Designs from Nowhere eða Austurland, er verkefni sem snýst um að kanna möguleika til framleiðslu og atvinnuuppbyggingar á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Karna Sigurðardóttir vöruhönnuður og kvikmyndaleikstjóri og Pete Collard, listrænn stjórnandi hjá Design Museum í London áttu frumkvæði að verkefninu og fengu til liðs við sig hönnuðina Þórunni Árnadóttur, Max Lamb, Juliu Lohmann og Gero Grundmann til að þróa sjálfstæð verkefni í nánu samstarfi við handverksfólk og fyrirtæki á Austfjörðum,“ eins og segir í tilkynningu um verðlaunin. Þá segir í umsögn dómnefndar að verkið sýni á sannfærandi hátt hvernig hlutverk hönnuða felist sífellt meira í því „efla sýn og auka metnað til framleiðslu. [...] Verkefnið, sem var bundið við Austurland, sýnir að með samstilltri sýn og virðingu fyrir menningu á hverjum stað, þar sem handverk, þekking og staðbundinn efniviður er kannaður til hlítar, felur í sér aukin tækifæri til að skapa framúrskarandi verk og hlýtur að vera hvatning öllum til handa.“ Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2014 skipuðu þau Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, Örn Smári Gíslason, sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður, Laufey Jónsdóttir fatahönnuður og formaður Fatahönnunarfélags Íslands Tinna Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi hönnuður og kennari við Listaháskóla Íslands Önnur verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna voru Ljósmyndastúdíó H71a, Magnea AW2014 og Skvís.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira