Mike Nichols látinn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 15:45 Með eiginkonu sinni, Diane Sawyer. vísir/getty Óskarsverðlaunaleikstjórinn Mike Nichols er látinn, 83ja ára að aldri. Nichols lést í gærkvöldi. Nichols fæddist í Berlín í Þýskalandi en flutti til Bandaríkjanna árið 1938. Hann hóf nám við háskólann í Chicago á sjötta áratug síðustu aldar en hætti í skólanum til að freista gæfunnar í skemmtanabransanum. Nichols hlaut Óskarsverðlaunin árið 1967 fyrir að leikstýra kvikmyndinni The Graduate. Þá hlaut hann einnig tilnefningar til Óskarsverðlaunanna fyrir Who's Afraid of Virginia Woolf? árið 1966, Silkwood árið 1983 Working Girl árið 1988 og The Remains of the Day árið 1993. Þá er hann einn af tólf stjörnum sem hafa hlotið öll fjögur, stóru verðlaunin í skemmtanabransanum vestan hafs - Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaunin. Þá kom Nichols líka að uppfærslum á Broadway á ferlinum, þar á meðal Death of a Salesman og Annie. Nichols skilur eftir sig eiginkonu, fréttakonuna Diane Sawyer, en þau gengu í það heilaga árið 1988. Hann skilur einnig eftir sig þrjú börn, Daisy, Max og Jenny og fjögur barnabörn. Jarðarför hans fer fram í þessari viku en eingöngu nánustu vinir og ættingjar fá boð í hana. Verið er að skipuleggja minningarathöfn sem fer fram síðar. Fjölmargar stjörnur hafa minnst Nichols á Twitter eins og sést hér fyrir neðan.The great Mike Nichols is gone, he gave us so much brilliant work it's staggering. We were so lucky to have him, his legacy will live on..— Jeremy Piven (@jeremypiven) November 20, 2014 Celebrating Mike Nichols-extraordinary funny & wise man- Tom Stoppard said it:“the best of America” Our thoughts w/ @dianesawyer &his family— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) November 20, 2014 So sad to learn of the death of Mike Nichols. My heart goes out to Diane, their families & everyone who marveled in his brilliance.— Katie Couric (@katiecouric) November 20, 2014 Funniest, smartest, most generous, wisest, kindest of all. Mike Nichols, a truly good man— mia farrow (@MiaFarrow) November 20, 2014 #mikeNichols R.I.P what a genius. I feel so privileged he came to the premiere of @ghettoKlown! I was floored and honored. He will b missed!— John Leguizamo (@JohnLeguizamo) November 20, 2014 What an incredible loss of the consummate filmmaker Mike Nichols. He made us examine our true humanity. Always. pic.twitter.com/h2Nfo2Guos— Elizabeth Perkins (@Elizbethperkins) November 20, 2014 Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Óskarsverðlaunaleikstjórinn Mike Nichols er látinn, 83ja ára að aldri. Nichols lést í gærkvöldi. Nichols fæddist í Berlín í Þýskalandi en flutti til Bandaríkjanna árið 1938. Hann hóf nám við háskólann í Chicago á sjötta áratug síðustu aldar en hætti í skólanum til að freista gæfunnar í skemmtanabransanum. Nichols hlaut Óskarsverðlaunin árið 1967 fyrir að leikstýra kvikmyndinni The Graduate. Þá hlaut hann einnig tilnefningar til Óskarsverðlaunanna fyrir Who's Afraid of Virginia Woolf? árið 1966, Silkwood árið 1983 Working Girl árið 1988 og The Remains of the Day árið 1993. Þá er hann einn af tólf stjörnum sem hafa hlotið öll fjögur, stóru verðlaunin í skemmtanabransanum vestan hafs - Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaunin. Þá kom Nichols líka að uppfærslum á Broadway á ferlinum, þar á meðal Death of a Salesman og Annie. Nichols skilur eftir sig eiginkonu, fréttakonuna Diane Sawyer, en þau gengu í það heilaga árið 1988. Hann skilur einnig eftir sig þrjú börn, Daisy, Max og Jenny og fjögur barnabörn. Jarðarför hans fer fram í þessari viku en eingöngu nánustu vinir og ættingjar fá boð í hana. Verið er að skipuleggja minningarathöfn sem fer fram síðar. Fjölmargar stjörnur hafa minnst Nichols á Twitter eins og sést hér fyrir neðan.The great Mike Nichols is gone, he gave us so much brilliant work it's staggering. We were so lucky to have him, his legacy will live on..— Jeremy Piven (@jeremypiven) November 20, 2014 Celebrating Mike Nichols-extraordinary funny & wise man- Tom Stoppard said it:“the best of America” Our thoughts w/ @dianesawyer &his family— GeorgeStephanopoulos (@GStephanopoulos) November 20, 2014 So sad to learn of the death of Mike Nichols. My heart goes out to Diane, their families & everyone who marveled in his brilliance.— Katie Couric (@katiecouric) November 20, 2014 Funniest, smartest, most generous, wisest, kindest of all. Mike Nichols, a truly good man— mia farrow (@MiaFarrow) November 20, 2014 #mikeNichols R.I.P what a genius. I feel so privileged he came to the premiere of @ghettoKlown! I was floored and honored. He will b missed!— John Leguizamo (@JohnLeguizamo) November 20, 2014 What an incredible loss of the consummate filmmaker Mike Nichols. He made us examine our true humanity. Always. pic.twitter.com/h2Nfo2Guos— Elizabeth Perkins (@Elizbethperkins) November 20, 2014
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira