Þessi lög tekur Pharrell á tónleikum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 13:00 Pharrell þykir þrusugóður á tónleikum. vísir/getty Ef allt fer að óskum heldur tónlistarmaðurinn Pharrell Williams tónleika á Íslandi næsta sumar eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Pharrell lauk nýverið við tónleikaferðalag sitt Dear Girl sem hófst 9. september í Manchester og lauk 16. október síðastliðinn í París. Hann réðst í tónleikaferðalagið til að kynna nýjustu plötu sína G I R L sem kom út á þessu ári. Á tónleikaferðalaginu tók hann mörg af sínum þekktustu lögum af ferlinum sem hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Síðan þá hefur Pharrell unnið með mörgum af frægustu tónlistarmönnum samtímans, svo sem Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu, Britney Spears, Robin Thicke, Snoop Dogg og Shakiru. Þá er Pharrell maðurinn á bak við marga þekktustu poppsmelli síðustu ára eins og Boys, Get Lucky, Blurred Lines og Happy. Búið er að staðfesta nokkra tónleika Pharrell á næsta ári. Hann spilar á Loolapalooza-tónlistarhátíðinni í Argentínu og Brasilíu í mars, á Írlandi 20. júní og í Danmörku 27. júní. Lagalisti hans á Dear Girl-tónleikaferðalaginu taldi 22 lög og hér fyrir neðan má hlusta á þau.1. Come Get it Bae2. Frontin'3. Hunter4. Marilyn Monroe5. Brand New6. Hot in Herre7. I Just Wanna Love U (Give It 2 Me)8. Pass the Courvoisier, Part II9. Gush10. Rock Star11. Lapdance12. She Wants to Move13. Beautiful14. Drop It Like It's Hot15. Lost Queen16. It Girl17. Hollaback Girl18. Blurred Lines19. Get Lucky20. Lose Yourself to Dance21. Gust of Wind22. Happy Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ef allt fer að óskum heldur tónlistarmaðurinn Pharrell Williams tónleika á Íslandi næsta sumar eins og Vísir sagði frá fyrr í dag. Pharrell lauk nýverið við tónleikaferðalag sitt Dear Girl sem hófst 9. september í Manchester og lauk 16. október síðastliðinn í París. Hann réðst í tónleikaferðalagið til að kynna nýjustu plötu sína G I R L sem kom út á þessu ári. Á tónleikaferðalaginu tók hann mörg af sínum þekktustu lögum af ferlinum sem hófst þegar hann hitti Chard Hugo í sumartónlistarbúðum á unglingsárunum. Þá spilaði Pharrell á hljómborð og trommur en Chard á tenórsaxófón. Þeir voru saman í lúðrasveit og stofnuðu sveitina The Neptunes með vinum sínum Shay Haley og Mike Etheridge á tíunda áratugnum. Síðan þá hefur Pharrell unnið með mörgum af frægustu tónlistarmönnum samtímans, svo sem Maroon 5, Frank Ocean, Madonnu, Britney Spears, Robin Thicke, Snoop Dogg og Shakiru. Þá er Pharrell maðurinn á bak við marga þekktustu poppsmelli síðustu ára eins og Boys, Get Lucky, Blurred Lines og Happy. Búið er að staðfesta nokkra tónleika Pharrell á næsta ári. Hann spilar á Loolapalooza-tónlistarhátíðinni í Argentínu og Brasilíu í mars, á Írlandi 20. júní og í Danmörku 27. júní. Lagalisti hans á Dear Girl-tónleikaferðalaginu taldi 22 lög og hér fyrir neðan má hlusta á þau.1. Come Get it Bae2. Frontin'3. Hunter4. Marilyn Monroe5. Brand New6. Hot in Herre7. I Just Wanna Love U (Give It 2 Me)8. Pass the Courvoisier, Part II9. Gush10. Rock Star11. Lapdance12. She Wants to Move13. Beautiful14. Drop It Like It's Hot15. Lost Queen16. It Girl17. Hollaback Girl18. Blurred Lines19. Get Lucky20. Lose Yourself to Dance21. Gust of Wind22. Happy
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp