Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Ingibjörg Auðunsdóttir og Helga Halldórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 05:00 Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun