Öll herbergi þinghússins fylltust af reyk Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2014 15:10 Vísir/Pjetur/Stefán „Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það er því dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður, sem þeir vita að voru löngu komnir í strand. Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“ Þetta skrifar Jón Bjarnason sem í dag birti bloggfærslu á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: „Þegar mér var sagt að fara með höfuð mitt til forsætisráðherra“. Í færslu sinni rifjar Jón upp vordaganna 2009 á Alþingi, þegar aðildarumsókn í Evrópusambandið var til umræðu. „Forystumenn þáverandi ríkisstjórnarflokka , Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust afdráttarlaust gegn því að þjóðin yrði fyrst spurð, þegar aðildarumsóknin var til umfjöllunar á Alþingi,“ skrifar Jón. Jón segir frá því að þegar fram kom tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi Jón stutt þá tillögu og lýst því yfir á þingflokksfundi. „Enda var það í samræmi við þá yfirlýsingu, að hver þingmaður færi eftir sinni sannfæringu í þessu máli utan þings sem innan, eins og formaðurinn orðaði það í atkvæðaskýringu sinni.“ Ennfremur segir Jón að neyðarfundir hafi verið haldnir í stjórnarþingflokkunum, þegar ljóst hafi verið að mögulega nyti tillagan meirihlutastuðnings á Alþingi. „Forystulið beggja ríkisstjórnarflokkanna lagðist afar hart gegn þjóðaratkvæðagreiðslu þá. Forysta VG var þá nýbúin að ganga á bak orða sinna um andstöðu við aðildarumsókn í aðdraganda kosninga, enda gekk sú ákvörðun þvert á stefnu flokksins. Var því haldið fram að yrði farið þá í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um, færi stjórnarsamstarfið samstundis út um þúfur.“ Þegar fram hafi komið í fréttum að tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu nyti stuðnings hóps þingmanna Vg og yrði mögulega samþykkt, segir Jón að öll herbergi þinghússins hafi fyllst af reyk. „Á þingflokksfundi VG um málið var stemmingin þrunginn og þegar ég sagðist myndi styðja þjóðaratkvæðagreiðslu til vara, féll sú ákvörðun vægast sagt í mjög grýttan jarðveg. Var mér þá einfaldlega hótað brottrekstri úr ríkisstjórn af formönnum beggja stjórnarflokkanna. Eða eins og formaður Vg orðaði það, þá var mér ætlað að ganga á fund forsætisráðherra.“ Þá segir Jón að Ögmundur Jónasson, þáverandi heilbrigðisráðherra, hafi staðið upp og tilkynnt að ef Jón ætti að ganga með höfuð sitt á fati til forsætisráðherra myndi hann ganga sömu leið. „Alkunna var að forsætisráðherra tók einstaka þingmenn undir vegg fyrir atkvæðagreiðsluna eða gekk á milli sæta í þingsal. Var þó búið að samþykkja áður að umsókn að ESB væri ekki ríkisstjórnarmál og hver og einn þingmaður talaði fyrir og greiddi atkvæði í þeim málum samkvæmt sannfæringu sinni,“ segir Jón. Að lokum segir Jón það dapurt að horfa á þingmenn Vg halda hverja ræðuna á fætur annarri um áframhald aðlögunarsamninga við ESB, viðræður sem þeir vita að voru löngu komnar í strand. „Kröfur ESB um forræði í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum sem og samningum við önnur ríki einar sér ganga þvert á þá fyrirvara sem Alþingi setti 2009.“
Tengdar fréttir Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00 Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Áfram rætt um aðildarumsókn Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri. 11. júlí 2009 10:00
Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. 10. júlí 2009 06:00