Handbolti í Skaftahlíð Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. mars 2014 09:14 Tónlist Creed er tekið opnum örmum á fréttastofunni. vísir/getty Skoðanir manna eru misjafnar. Þessi fullyrðing hefur bundið enda á fjölmargar rökræður í gegnum tíðina. Það sem sumum finnst gott finnst öðrum slæmt. Þannig er það bara. En svo eru hlutir sem við sammælumst öll um að séu slæmir. Nasismi, hælsæri, að drekka appelsínusafa eftir tannburstun, já og hljómsveitin Creed. Það hélt ég að minnsta kosti. Alvarlegt atvik kom upp hér á fréttastofunni á þriðjudag. Leiðindamál sem gæti grafið undan trúverðugleika okkar allra. Ég sat í mötuneytinu að japla á hádegismatnum mínum þegar það gerðist. Þegar ekki einn, ekki tveir, heldur þrír samstarfsmenn mínir lýstu dálæti sínu á Creed. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ætla ekki að nafngreina mennina af tillitssemi við aðstandendur þeirra, en allir voru þeir á því að Creed væri alveg hreint ljómandi góð hljómsveit. Ég sendi tölvupóst um málið til minna yfirmanna og afrit af póstinum á alla fréttastofuna. Ég er vanalega ekki "sá sem kjaftar frá" en þarna blöskraði mér algjörlega. Heitar umræður spunnust um málið þar sem einhverjir sögðu það vera augljósa brottrekstrarsök. Sjálfur var ég hófstilltari og lagði til að þremenningarnir yrðu settir til hliðar um stundarsakir. En síðan skriðu undan steinum enn fleiri sem virtust aðhyllast þessar viðurstyggilegu skoðanir þeirra, og aðrar náskyldar. Einn viðurkenndi ást sína á hljómsveitinni Nickelback á meðan annar rifjaði glaður í bragði upp lagið Outside með þeim Fred Durst og Aaron Lewis. Sá þriðji kvartaði sáran undan einelti í garð þessara hljómsveita, bæði á internetinu og víðar. Hvaða fólk er þetta? Látum vera ef þetta hefði komið frá íþróttadeildinni, en þetta voru meira og minna almennir fréttamenn. Enn bíð ég eftir viðbrögðum yfirmanna minna. Handboltinn er hjá ykkur. Verður þetta virkilega látið viðgangast? Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Skoðanir manna eru misjafnar. Þessi fullyrðing hefur bundið enda á fjölmargar rökræður í gegnum tíðina. Það sem sumum finnst gott finnst öðrum slæmt. Þannig er það bara. En svo eru hlutir sem við sammælumst öll um að séu slæmir. Nasismi, hælsæri, að drekka appelsínusafa eftir tannburstun, já og hljómsveitin Creed. Það hélt ég að minnsta kosti. Alvarlegt atvik kom upp hér á fréttastofunni á þriðjudag. Leiðindamál sem gæti grafið undan trúverðugleika okkar allra. Ég sat í mötuneytinu að japla á hádegismatnum mínum þegar það gerðist. Þegar ekki einn, ekki tveir, heldur þrír samstarfsmenn mínir lýstu dálæti sínu á Creed. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ætla ekki að nafngreina mennina af tillitssemi við aðstandendur þeirra, en allir voru þeir á því að Creed væri alveg hreint ljómandi góð hljómsveit. Ég sendi tölvupóst um málið til minna yfirmanna og afrit af póstinum á alla fréttastofuna. Ég er vanalega ekki "sá sem kjaftar frá" en þarna blöskraði mér algjörlega. Heitar umræður spunnust um málið þar sem einhverjir sögðu það vera augljósa brottrekstrarsök. Sjálfur var ég hófstilltari og lagði til að þremenningarnir yrðu settir til hliðar um stundarsakir. En síðan skriðu undan steinum enn fleiri sem virtust aðhyllast þessar viðurstyggilegu skoðanir þeirra, og aðrar náskyldar. Einn viðurkenndi ást sína á hljómsveitinni Nickelback á meðan annar rifjaði glaður í bragði upp lagið Outside með þeim Fred Durst og Aaron Lewis. Sá þriðji kvartaði sáran undan einelti í garð þessara hljómsveita, bæði á internetinu og víðar. Hvaða fólk er þetta? Látum vera ef þetta hefði komið frá íþróttadeildinni, en þetta voru meira og minna almennir fréttamenn. Enn bíð ég eftir viðbrögðum yfirmanna minna. Handboltinn er hjá ykkur. Verður þetta virkilega látið viðgangast?
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira