Arnar spurði Gunnar út í gagnrýni þeirra sem segja að blandaðar bardagaíþróttir séu stórhættuleg íþrótt. „Það er engin vafi á því að hún er harðgerð og ekki fyrir alla. Hún er sem dæmi ekki fyrir börn að stunda nema á sinn hátt og við erum með barnastarf og það er allt öðruvísi," sagði Gunnar Nelson við Arnar.
„Þetta er okkar keppnisgrundvöllur og við þurfum að hafa hann. Hann er ekki hættulegri en margar íþróttir sem eru í kringum okkur. Þetta er okkar leið til að þróa íþróttina. Við göngumst báðir undir þessar reglur þegar við göngum inn í hringinn og við getum hvenær sem er gefist upp og sagt að þetta sé komið nóg," sagði Gunnar.
„Ég lít svo á að við eigum að hafa frelsi til að leyfa þessari íþrótt að þróast," sagði Gunnar sem fór í læknisskoðun í dag vegna hnémeiðsla. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Gunnar með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
