Tónlist

Oasis-sýning opnar í London

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gallagher-bræður.
Gallagher-bræður. Vísir/Getty
Sýning Chasing the Sun: Oasis 1993-1997 opnar í London þann 11. apríl en á þeim degi eru tuttugu ár liðin síðan fyrsta smáskífa sveitarinnar Oasis, Supersonic, var gefin út.

Sýning stendur til 22. apríl og meðal sýningargripa eru fágætar ljósmyndir af hljómsveitinni og ýmsar minjar henni tengdar.

Á sýningunni verður farið yfir hvernig plöturnar Definitely Maybe, (What's the Story) Morning Glory? og Be Here Now urðu til. 

Definitely Maybe verður endurútgefin þann 19. maí og mun plötunni fylgja alls kyns myndir og aukaefni.

)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.