Segir bænahópinn áreitni fyrir konur Hanna Ólafsdóttir skrifar 16. október 2014 07:00 Steinunn Rögnvaldsdóttir kynja- og félagsfræðingur vill að Landspítalinn athugi hvort að það sé skjólstæðingum sínum fyrir bestu að leyfa bænahópnum að vera fyrir framan kvennadeildina. vísir/Valli „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“ Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-og kynjafræðingur um þann hóp fólks sem kemur vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreytingum til fóstureyðinga eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggða á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félasgráðgjafa á kvennadeild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði. Einnig velti ég því fyrir mér hvort að sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og ætti ekki að vera fordæmd frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum, spyr ég á móti, ætti að fækka hjartaþræðingum? Báðar eru þetta mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvað fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjartaþræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það niðurlægjandi og mér myndi hreinlega finnast það vera áreitni. "Mikilvægur réttur kvenna Steinunn segir fóstureyðingar vera mikilvægur réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu og slík viðhorf sem fólkið í bænahóppnum hefur uppi nær frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstureyðingu hér á landi er ekki óskorðaður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæðum. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synjað um þá beiðni. Ef að tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu líkt og fólkið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema að það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“
Tengdar fréttir Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hyggst fá verðlaun fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. 18. október 2014 09:00
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30