Lífið

Segja New Girl stolna hugmynd

Jess og Nick
Jess og Nick
Handritshöfundarnir Stephanie Counts og Shari Gold hafa lagt fram kæru á hendur höfunda þáttaraðarinnar New Girl. Counts og Gold segjast vera höfundarnir á bak við þættina og að New Girl sé stolin hugmynd.

The Hollywood Reporter hefur undir höndum afrit af kærunni, þar sem þær krefjast meðal annars skaðabóta og þess að tökum og dreifingu verði hætt undir eins.

Counts og Gold halda því fram að þær hafi kynnt svokallaðan „pilot“ þátt, sem heitir Square One fyrir þeim sem svo stálu hugmyndinni.

New Girl-þáttaröðin var frumsýnd árið 2011 og hefur notið mikillar velgengni vestanhafs og þótt víðar væri leitað. Sama ár leituðu Counts og Gold til lögfræðinga sem létu framleiðendur New Girl vita að þær teldu að verið væri að stela af þeim efni. Fréttir herma að Fox hafi þá gert þeim Counts og Gold tilboð um að greiða þeim $10,000, sem samsvarar rúmri 1,1 milljón, gegn því að þær myndu láta málið niður falla, en þær neituðu. 

Square One þátturinn er byggður á persónulegri reynslu Counts, þegar eiginmaður hennar gerðist uppvís um framhjáhald og hún flutti inn í piparsveinaíbúð með þremur mönnum. 

Þær segja margt gríðarlega líkt með hugmyndunum, meðal annars að aðalsöguhetjurnar í báðum handritum séu vandræðalegar og skrýtnar konur um þrítugt, og að besta vinkona hvorrar aðalpersónu fyrir sig heiti CeCe. Þá heiti eiginmaðurinn sem hélt framhjá í báðum handritum, Spencer, og svo mætti lengi telja.

Í kærunni segir að Counts og Gold eigi rétt á meiru en einungis greiðslu fyrir þjófnaðinn, heldur ættu þær rétt á því að vera titlaðar höfundar og ættu skilið að fá opinbera afsökunarbeiðni ásamt skaðabótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.