Lífið

„123456“ versta lykilorð ársins 2013

Ugla Egilsdóttir skrifar
Það er mikilvægt að vanda val á lykilorðum.
Það er mikilvægt að vanda val á lykilorðum.
Númeraröðin „123456“ er algengasta lykilorðið sem fyrirfinnst á internetinu, og þar með versta lykilorðið sem hægt er að nota.

Vefsíðan Splashdata birtir lista yfir verstu lykilorðin árlega. Tvö síðustu ár hefur orðið „password“ verið algengasta lykilorðið, en það hafnaði í öðru sætinu þetta árið.

„123456“ hefur lent í öðru sæti yfir verstu lykilorðin tvö síðustu ár. Í þriðja sæti lenti talnaröðin 12345678. „Qwerty“ lenti í fjórða sæti, og abc123 í því fimmta. 

Niðurstöðurnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem láku frá hugbúnaðarfyrirtækinu Adobe.

Af þessum sökum lentu lykilorð á borð við „photoshop,“ og „adobe123“ ofarlega á listanum. Vefsíðan Splashdata bendir af því tilefni á að óskynsamlegt er að nota nafn hugbúnaðarins eða vefsíðunnar sem læsa á með lykilorði sem lykilorð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.