Óþægileg óvissa Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 22. janúar 2014 15:30 Hörpu Ingólfsdóttur og Aðalbjörgu Guðgeirsdóttur er hjartans mál að fatlaðir geti ferðast til jafns við aðra með góðu aðgengi um land allt. Mynd/GVA Aðalbjörg Guðgeirsdóttir hefur verið í hjólastól undanfarin 27 ár. Hún þekkir af eigin raun hversu erfitt er að vera fatlaður ferðalangur. „Það er óþægileg óvissa að fara á flakk þegar maður veit ekki hvað bíður manns á áfangastað. Það dregur úr fötluðum að ferðast og þeir halda sig frekar heima en að ana út í óvissuna,“ segir Aðalbjörg Guðgeirsdóttir sem slasaðist í alvarlegu bílslysi við Kúagerði í desember 1986 og hefur sjálf reynslu af því að ferðast upp á von og óvon í hjólastól. „Þeir sem eru í hjólastólum þurfa að skipuleggja ferðalög sín út frá því hvar þeir komast á klósett. Það er ekki sjálfgefið við þjóðveginn né í ferðaþjónustu almennt. Því er mikilvægt að fatlaðir geti gengið að traustum upplýsingum um aðgengi fatlaðra á ferðalögum,“ segir Aðalbjörg, sem útskrifaðist úr Ferðamálaskóla Kópavogs í fyrravor. Á námstímanum hlaut Aðalbjörg námsstyrk úr Minningarsjóði Jóhanns Péturs Sveinssonar en Jóhann Pétur var eiginmaður Hörpu Ingólfsdóttur, eiganda Aðgengis, sem veitir ráðgjöf, gerir úttektir og skýrslur um ferlimál innandyra sem utan. „Eftir útskrift réð Harpa mig til að vinna með sér að Góðu aðgengi (e. Access Iceland) þar sem skráðar eru upplýsingar og úttektir um aðgengi fatlaðra í ferðaþjónustu hérlendis. Gagnaveitan er hvatning fyrir fatlaða að ferðast meira og við hvetjum aðila í ferðaþjónustu til að skrá starfsemi sína og aðgengismál á Gottadgengi.is. Þangað geta fatlaðir sótt upplýsingar um áfangastaði ásamt því að skoða kortavef sem sýnir aðgengi, bílastæði og fleira fyrir fatlaða í Reykjavík og um land allt.“Klósettdyr opnist út en ekki inn Kortavefur Góðs aðgengis, www.access.is, er unninn í samstarfi við Borgarmynd. Vonir standa til að God Adgang í Danmörku taki þátt í kortavefnum og á leitarvél Gottadgengi.is er hægt að finna íslenskar upplýsingar um skráða staði í Danmörku. „Hópur fatlaðra fer því miður stækkandi og auk þess sem fatlaðir Íslendingar eru farnir að ferðast æ meira hér heima og að heiman, sækja fatlaðir að utan í sífellt meiri mæli til Íslands og þurfa líka á aðstöðu fatlaðra að halda. Nú þegar geta Danir, Svíar og Möltubúar farið inn á vefinn og fundið ákjósanlega áfangastaði hérlendis og sé aðstaðan góð fyrir fatlaða hér er aðstaðan góð fyrir alla því allir geta notað okkar aðstöðu en við ekki þeirra.“ Aðalbjörg segir reglur um aðgengi fatlaðra geta virst íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuaðila sem þurfa að bæta aðgengi en að vel sé hægt að breyta ýmsu til batnaðar á einfaldan hátt. „Við brýnum fyrir okkar aðilum að „ekki gera ekki neitt“ því mýmargt má bæta með lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Dæmi um slíkt er að setja ramp yfir tröppur og láta salernisdyr opnast út í stað þess að opnast inn. Þá er hægt að komast inn á hjólastól og fara á klósett þótt plássið sé ekki í ákjósanlegustu stærð.“Bensínstöðvar mikilvægar fötluðum Á Gottadgengi.is eru úttektir sem gagnast sjö flokkum fötlunar. Öryrkjabandalag Íslands hefur samþykkt gagnagrunninn og gera samræmd viðmið ÖBÍ og Access Iceland úttektirnar áreiðanlegar og traustar. „Viðmið eru ströng og úttektir nákvæmar. Þannig er hægt að lesa nákvæmt í aðstæður; hvort á staðnum séu tröppur, malarplan og annað. Því miður er ekki alltaf allt sem sýnist þegar fatlaðir hyggja á ferðalög og algengt ytra að fyrirtæki í ferðaþjónustu taki hjólastólamerkið ófrjálsri hendi af Google og setji á vefsíður sínar án eftirlits.“ Um áramótin tengdist Access Iceland gæðakerfi Vakans og nú geta ferðaþjónustuaðilar í Vakanum fengið auka punkta út á gott aðgengi séu þeir skráðir í Access Iceland. „Allir græða á að góðu aðgengi fatlaðra og ég trúi því að ferðaþjónustuaðilar vilji taka jafn vel á móti öllum. Ákall okkar til ferðaþjónustuaðila nú er að þeir skrái sig á Gottadgengi.is og komi enn betur til móts við fatlaða. Þá er brýnt að fá bensínstöðvar um land allt í lið með fötluðum því á löngu ferðalagi geta þeir einfaldlega ekki haldið í sér og þurfa tafarlaust á klósett. Því er ósk okkar að N1, Olís og Skeljungur skrái þjónustu sína fyrir fatlaða, aðgengi að salernum, mat og þjónustu, því fatlaðir kaupa líka bensín og vilja skoða land sitt eins og aðrir.“ Aðalbjörg verður sorgmædd þegar hún heyrir mótmæli gegn byggingarreglugerðum um aðgengi á forsendum kostnaðar. „Þá er eins og fatlaðir skipti engu máli og það sé óþarfi að við komumst að. Það skerðir lífsgæði fatlaðra enn frekar. Við gerum okkur grein fyrir að við komumst ekki allt en gætum samt gert og farið meira ef allir hjálpuðu til við að gera umhverfið þannig.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Aðalbjörg Guðgeirsdóttir hefur verið í hjólastól undanfarin 27 ár. Hún þekkir af eigin raun hversu erfitt er að vera fatlaður ferðalangur. „Það er óþægileg óvissa að fara á flakk þegar maður veit ekki hvað bíður manns á áfangastað. Það dregur úr fötluðum að ferðast og þeir halda sig frekar heima en að ana út í óvissuna,“ segir Aðalbjörg Guðgeirsdóttir sem slasaðist í alvarlegu bílslysi við Kúagerði í desember 1986 og hefur sjálf reynslu af því að ferðast upp á von og óvon í hjólastól. „Þeir sem eru í hjólastólum þurfa að skipuleggja ferðalög sín út frá því hvar þeir komast á klósett. Það er ekki sjálfgefið við þjóðveginn né í ferðaþjónustu almennt. Því er mikilvægt að fatlaðir geti gengið að traustum upplýsingum um aðgengi fatlaðra á ferðalögum,“ segir Aðalbjörg, sem útskrifaðist úr Ferðamálaskóla Kópavogs í fyrravor. Á námstímanum hlaut Aðalbjörg námsstyrk úr Minningarsjóði Jóhanns Péturs Sveinssonar en Jóhann Pétur var eiginmaður Hörpu Ingólfsdóttur, eiganda Aðgengis, sem veitir ráðgjöf, gerir úttektir og skýrslur um ferlimál innandyra sem utan. „Eftir útskrift réð Harpa mig til að vinna með sér að Góðu aðgengi (e. Access Iceland) þar sem skráðar eru upplýsingar og úttektir um aðgengi fatlaðra í ferðaþjónustu hérlendis. Gagnaveitan er hvatning fyrir fatlaða að ferðast meira og við hvetjum aðila í ferðaþjónustu til að skrá starfsemi sína og aðgengismál á Gottadgengi.is. Þangað geta fatlaðir sótt upplýsingar um áfangastaði ásamt því að skoða kortavef sem sýnir aðgengi, bílastæði og fleira fyrir fatlaða í Reykjavík og um land allt.“Klósettdyr opnist út en ekki inn Kortavefur Góðs aðgengis, www.access.is, er unninn í samstarfi við Borgarmynd. Vonir standa til að God Adgang í Danmörku taki þátt í kortavefnum og á leitarvél Gottadgengi.is er hægt að finna íslenskar upplýsingar um skráða staði í Danmörku. „Hópur fatlaðra fer því miður stækkandi og auk þess sem fatlaðir Íslendingar eru farnir að ferðast æ meira hér heima og að heiman, sækja fatlaðir að utan í sífellt meiri mæli til Íslands og þurfa líka á aðstöðu fatlaðra að halda. Nú þegar geta Danir, Svíar og Möltubúar farið inn á vefinn og fundið ákjósanlega áfangastaði hérlendis og sé aðstaðan góð fyrir fatlaða hér er aðstaðan góð fyrir alla því allir geta notað okkar aðstöðu en við ekki þeirra.“ Aðalbjörg segir reglur um aðgengi fatlaðra geta virst íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuaðila sem þurfa að bæta aðgengi en að vel sé hægt að breyta ýmsu til batnaðar á einfaldan hátt. „Við brýnum fyrir okkar aðilum að „ekki gera ekki neitt“ því mýmargt má bæta með lítilli fyrirhöfn og tilkostnaði. Dæmi um slíkt er að setja ramp yfir tröppur og láta salernisdyr opnast út í stað þess að opnast inn. Þá er hægt að komast inn á hjólastól og fara á klósett þótt plássið sé ekki í ákjósanlegustu stærð.“Bensínstöðvar mikilvægar fötluðum Á Gottadgengi.is eru úttektir sem gagnast sjö flokkum fötlunar. Öryrkjabandalag Íslands hefur samþykkt gagnagrunninn og gera samræmd viðmið ÖBÍ og Access Iceland úttektirnar áreiðanlegar og traustar. „Viðmið eru ströng og úttektir nákvæmar. Þannig er hægt að lesa nákvæmt í aðstæður; hvort á staðnum séu tröppur, malarplan og annað. Því miður er ekki alltaf allt sem sýnist þegar fatlaðir hyggja á ferðalög og algengt ytra að fyrirtæki í ferðaþjónustu taki hjólastólamerkið ófrjálsri hendi af Google og setji á vefsíður sínar án eftirlits.“ Um áramótin tengdist Access Iceland gæðakerfi Vakans og nú geta ferðaþjónustuaðilar í Vakanum fengið auka punkta út á gott aðgengi séu þeir skráðir í Access Iceland. „Allir græða á að góðu aðgengi fatlaðra og ég trúi því að ferðaþjónustuaðilar vilji taka jafn vel á móti öllum. Ákall okkar til ferðaþjónustuaðila nú er að þeir skrái sig á Gottadgengi.is og komi enn betur til móts við fatlaða. Þá er brýnt að fá bensínstöðvar um land allt í lið með fötluðum því á löngu ferðalagi geta þeir einfaldlega ekki haldið í sér og þurfa tafarlaust á klósett. Því er ósk okkar að N1, Olís og Skeljungur skrái þjónustu sína fyrir fatlaða, aðgengi að salernum, mat og þjónustu, því fatlaðir kaupa líka bensín og vilja skoða land sitt eins og aðrir.“ Aðalbjörg verður sorgmædd þegar hún heyrir mótmæli gegn byggingarreglugerðum um aðgengi á forsendum kostnaðar. „Þá er eins og fatlaðir skipti engu máli og það sé óþarfi að við komumst að. Það skerðir lífsgæði fatlaðra enn frekar. Við gerum okkur grein fyrir að við komumst ekki allt en gætum samt gert og farið meira ef allir hjálpuðu til við að gera umhverfið þannig.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira