Lífið

Leita að tveggja metra Sverri

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Körfuknattleiksliðið Sverrir ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Efri röð f.v.: Sverrir Þór Hákonarsson, Sverrir Þór Sverrisson, Sverrir Ingi Óskarsson og Sveppi. Neðri röð f.v.: Sverrir Bergmann Magnússon og Sverrir Kári Karlsson.
Körfuknattleiksliðið Sverrir ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Efri röð f.v.: Sverrir Þór Hákonarsson, Sverrir Þór Sverrisson, Sverrir Ingi Óskarsson og Sveppi. Neðri röð f.v.: Sverrir Bergmann Magnússon og Sverrir Kári Karlsson. mynd/einkasafn
„Mig vantaði mannskap í körfubolta og ákvað bara að skella í lið þar sem allir heita Sverrir og fékk liðið að sjálfsögðu nafnið Sverrir,“ segir tónlistar- og körfuknattleiksmaðurinn Sverrir Bergmann Magnússon.

Í liðinu eru ásamt Sverri Bergmann þeir Sverrir Þór Sverrisson sem er betur þekktur sem Sveppi, Sverrir Kári Karlsson, fyrrum herra Ísland, Sverrir Þór Hákonarson, fyrrum vinnufélagi móður Sverris Bergmanns og hugbúnaðarfrömuður, Sverrir Ingi Óskarsson, leikmaður Stjörnunnar, og síðast en ekki síst Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari meistaraflokks karlaliðs Grindavíkur.

„Sveppi gat ekkert í fyrsta leik en var orðinn stórkostlegur í síðustu leikjunum. Hann sýndi takta sem ekki hafa sést áður í körfubolta,“ segir söngvarinn um hæfni Sveppa á vellinum og bætir við að Sveppi hafi á sínum tíma verið í landsliðinu í handbolta. „Það er mikill bolti í honum, hann tók stundum auka handboltaskref en hann komst upp með ýmislegt.“

Liðið leitar nú af kappi að miðherja. „Við óskum hér með eftir tveggja metra Sverri í liðið okkar,“ segir Sverrir Bergmann en bætir þó við að Sverre Jakobsson handboltamaður fái undanþágu ef hann hefur áhuga á að koma í liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.