Lífið

Stórglæsilegar léttklæddar á Húsavík

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/framsýn.is
„Dagatalið er prentað í 300 eintökum og við erum mjög stoltar af þessu,“ segir Jóhanna Björnsdóttir félagskona Kvenfélags Húsavíkur spurð um dagatal myndskreytt með léttklæddum félagskonum en stéttarfélagið Framsýn.is vakti athygli á þessu frábæra framtaki kvennanna.

Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Magnea Dröfn Arnardóttir.
Eitt áritað eintak til

„Við erum ægilega ánægðar með þetta. Þetta lukkaðist mjög vel. Ljósmyndarinn Pétur Jónasson vann þetta með okkur en hugmyndina unnum við að allar saman. Það var þannig að við opinberuðum dagatalið á blótinu með skemmtiatriði síðustu helgi en það vissi enginn af þessu. Við erum búnar að vera að vinna í þessu síðan í september í haust. Svo afhjúpuðum við það með því að bjóða upp eitt áritað eintak en það er eina áritaða eintakið sem er til,“ segir Jóhanna.

Jóhanna Björnsdóttir félagskona í þorrablótsnefnd og formaður Framsýnar stéttarfélags, Aðalsteinn Á. Baldursson. Framsýn styrkti kvenfélagið við útgáfuna ásamt fleiri fyrirtækjum.
Viðtökurnar komu á óvart

„Þetta var rúmlega 500 manna blót sem kvenfélagið heldur árlega. Það var haldið í íþróttahöllinni á Húsavík og viðtökurnar komu okkur verulega á óvart. Þegar konur koma saman og vinna að svona skemmtilegu verkefni þá hugsum við eingöngu um að vanda okkur og gera það vel,“ segir Jóhanna og bætir við að dagatalið verður til sölu í anddyri Kaskó á Húsavík á morgun fimmtudag og föstudag.

Sjáðu fleiri myndir úr dagatali kvenfélagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.