Af vondu réttlæti Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2014 06:00 Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda? Hversu stór hluti lendir hjá þeim sem eru á svo háum tekjum að húsnæðiskostnaður er lítill hluti ráðstöfunartekna? Hversu margir af þeim sem skulda mest eru á háum tekjum? Ríkisstjórnin fékk einn og hálfan mánuð til að svara þessum spurningum og skilaði auðu. Forsætisráðherra sagði ekkert vitað um þessa þætti og engar upplýsingar liggja fyrir um þetta. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin ráði ekki við að svara svo einföldum spurningum um áhrif sinna helstu aðgerða. Upplýsingar sem gera mögulegt að áætla þessa þætti eru aðgengilegar í skattkerfinu eða má ráða af fyrri rannsóknum. Við í Samfylkingunni studdum álagningu bankaskatts fyrir jól og teljum ástæðu til að verja þeim 80 milljörðum sem gert er ráð fyrir að hann skili til að taka á vanda skuldsettra heimila og bæta raunverulegan forsendubrest. Þess vegna höfum við lagt fram ítarlegar tillögur um að mæta þeim hópum sem keyptu á versta tíma og sitja uppi með tjón sem enn er óbætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar munu ekki bæta forsendubrestinn. Allur sá fjöldi fólks sem upplifði að lán hækkuðu meira en sem nam verðhækkun húsnæðis mun áfram sitja uppi með sitt tjón óbætt að hluta eða að öllu leyti. Fólkið sem var í mestum skuldavanda mun lítið sem ekkert fá, því allar aðgerðir fyrri ríkisstjórnar verða dregnar frá því sem fólk fær nú. Gríðarlegar fjárhæðir fara til fólks sem ekki hefur orðið fyrir neinu tjóni og jafnvel hagnast á þróun undanfarinna ára. Sannast nú hið fornkveðna: Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar