Endurvinnsla borgar sig Guðríður Ester Geirsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Að henda fjármunum er að mínu mati ekki góðir viðskiptahættir. Verðmæti geta verið af ýmsum toga. Það liggur kannski ekki í augum uppi að ruslapokar heimilisins séu fullir af verðmætum. Fyrsta hugsun getur verið að þetta sé bara rusl. En efni hefur þann góða eiginlega að geta umbreyst. Kaffikorgurinn okkar, ávaxtahýðið og afgangurinn sem gleymdist inni í ísskáp getur t.a.m. orðið að mold. Það kostar peninga að flytja úrgang og urða hann. Reyndin er meira að segja sú að það kostar meira að losna við það sem mætti kalla almennt sorp en endurvinnanlegan úrgang. Það sorglega er að af þeim úrgangi sem til fellur frá heimilum er stór hluti sem má endurvinna. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs sem Umhverfisstofnun gaf út fyrir árin 2013-2024 er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög varðandi svæðisbundnar áætlanir í málaflokknum. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að því að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og að dregið verði skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er. Er það m.a. hægt með því að draga markvisst úr myndun úrgangs og í stað auka endurnotkun og endurnýtingu. Að flokka úrganginn sem fellur til á heimilinu á að vera einfaldur og fyrirhafnarlítill verknaður og besta leiðin til þess er með því að bjóða upp á fleiri flokkunarkosti við heimilin. Í dag er flokkaður úrgangur frá heimilum sveitarfélagsins Árborgar um 15%. Með því að bæta við flokkunarkostum fyrir plast og málma væri hægt að hækka hlutfallið í 20-25%. Ef flokkun fyrir lífrænan úrgang er bætt við eykst hlutfallið í u.þ.b. 50%, en 30% af heimilisúrgangi er lífrænn. Flestir ef ekki allir nota bláu tunnuna sem var innleidd í Árborg fyrir örfáum árum. Við hjá Bjartri framtíð viljum auka möguleika íbúa Árborgar til auðveldari endurvinnslu. Ekki er það einungis umhverfisvænna heldur líka hagkvæmara þar sem flutningskostnaður á almennu sorpi er mun hærri en á endurvinnanlegum úrgangi og því myndu sparast fjármunir sem mögulega væri hægt að nýta í aðra málaflokka í staðinn.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar