Fjórtán létust þegar þyrla var skotin niður í Úkraínu Hrund Þórsdóttir skrifar 29. maí 2014 15:27 visir/afp 14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Úkraína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
14 létust þegar þyrla úkraínska hersins var skotin niður af uppreisnarmönnum við borgina Sloviansk í morgun. Þá hafa úkraínska varnarmálaráðuneytið og leiðtogi uppreisnarmanna þar í borg staðfest að fjórir starfsmenn Öryggis- og eftirlitsstofnunar Evrópu, ÖSE, sem hurfu í fyrradag, séu í haldi aðskilnaðarsinna. Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum skutu þyrlu stjórnarhersins niður í morgun þegar harðir bardagar geisuðu í grennd við Sloviansk. Hún hafði nýlokið við að flytja hermenn í herstöð á svæðinu og var henni grandað með rússnesku vopni. Fyrr í mánuðinum skutu uppreisnarmenn niður tvær herþyrlur á sömu slóðum og létust þá tveir. ÖSE fulltrúarnir fjórir, sem koma frá Danmörku, Eistlandi, Tyrklandi og Sviss, voru við öryggiseftirlit í grennd við borgina Donetsk þegar þeir hurfu á mánudaginn. ÖSE hefur síðan unnið að lausn þeirra en það var ekki fyrr en í morgun sem leiðtogi aðskilnaðarsinna í Sloviansk staðfesti að sveitir hans hefuðu stöðvað för eftirlitsmannanna. Sagði hann að þeim hafi verið ráðlagt að hætta störfum sínum á svæðinu en þeir hefðu ekki látið segjast og því verið stöðvaðir. Hann sagði jafnframt að ekkert amaði að þeim og að þeim yrði sleppt þegar gengið hefði verið úr skugga um hverjir mennirnir væru og hvert hefði verið erindi þeirra á svæðið, sem logað hefur í átökum síðustu daga. ÖSE krefst þess að mennirnir verði þegar látnir lausir og segir að með því að halda þeim séu sé unnið gegn umleitunum stofnunarinnar til að koma á friði. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hafa hvatt rússnesk stjórnvöld til að vinna með nýkjörnum forseta Úkraínu, Petró Porósjenkó, en átök í landinu hafa stigmagnast frá kjöri hans á sunnudaginn. Forsætisráðherrann Arsení Jatsenjúk, biður Rússa að hætta vopnasendingum og liðsflutningum þjálfaðra skæruliða til aðskilnaðarsinna og fullyrðir að Úkraínumenn séu færir um að leysa deilurnar hratt og örugglega ef Rússar stígi til hliðar. Porosjenkó sagðist í gær vilja ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að leita friðar, en fundi milli þeirra hefur enn ekki verið komið á. Þeim er þó báðum boðið til Frakklands í næstu viku í tilefni af 70 ára afmæli innrásarinnar í Normandí.
Úkraína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira