Erlent

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu 33

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa gert mikinn usla í Nígeríu upp á síðkastið.
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa gert mikinn usla í Nígeríu upp á síðkastið. Vísir/AP
Herskáir meðlimir hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu 33 lögreglu- og hermenn í nígerískri herstöð í vikunni.

Uppreisnarmennirnir réðust til atlögu á mánudag í bænum Buni Yadi og myrtu þar átján hermenn og fimmtán lögreglumenn.

Árásin átti sér stað rúmum mánuði eftir að 200 nígerískum stúlkum var rænt og haldið föngnum af sömu samtökum.

Boko Haram þýðir „Vestræn menntun er synd“ á haúsatungumáli innfæddra. Markmið samtakanna er að eigin sögn að koma á og framfylgja strangari sjaríalögum í Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×