Frjálslyndi, val og ábyrgð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna. Þar er tækifæri til að vinna lífsskoðunum mínum brautargengi. Þetta er afstaða okkar sem tökum þátt í stjórnmálastarfi og gildir þá einu hvort fólk hallast til hægri eða vinstri. Lífsskoðanir mínar fara saman með áherslum Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna starfa ég innan hans og kýs hann. Á Íslandi hafa flestir tækifæri til að sjá um sig sjálfir – og ég vil sjá samfélag þar sem allir sjá hag sinn í að gera það. Það geta þó ekki allir staðið á eigin fótum. Íslendingar hafa borið gæfu til þess að þróa öflugt velferðarríki með þéttu öryggisneti fyrir þá sem á því þurfa að halda. Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í því. Einn af mörgum kostum Sjálfstæðisflokksins er, að hann horfir til þess hvernig megi stækka kökuna í stað þess að einblína á það hvernig eigi að skipta henni. Það er grundvallarstef í öllum störfum Sjálfstæðisflokksins að hagsmunir atvinnulífsins og heimilanna fari saman, enda eru þessir hagsmunir hvor sín hliðin á sama peningnum. Það er í atvinnulífinu sem verðmætin verða til – verðmætin sem standa undir lífskjörum okkar allra, menntun og velferð. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki seilast of langt í vasa skattgreiðenda heldur vill hann að borgararnir hafi mest um það að segja hvernig þeir ráðstafi tekjum sínum og ýta þannig undir öflugt atvinnulíf. Það er mitt mat að áherslan skuli lögð á frelsi til orða og athafna. Ramminn sem stjórnmálin skapa á að hvetja fólk til framtakssemi. Ég fylgist með Margréti Pálu, stofnanda Hjallastefnunnar, með aðdáun en það er kona sem steig út fyrir rammann – sem fólk er hrætt við gera breytingar á – og fór í sjálfstæðan rekstur í því sem hún hafði trú á. Í ljós kom að foreldrar eru sammála henni um að það sé rými fyrir aðrar leiðir í menntamálum. Þetta er í hnotskurn afstaða Sjálfstæðisflokksins – að fólk fái að velja. Samfélagið samanstendur af fólki með margvíslegar hugmyndir og mismunandi krafta. Þessar hugmyndir og þennan kraft á fólk að geta nýtt sér á sínum forsendum. En ekki á forsendum stjórnmálamanna, eða kerfisins. Stjórnmál snerta daglegt líf hvers og eins með afdrifaríkum hætti og þess vegna eigum við að taka afstöðu. Sjálfstæðismenn þora að tala hátt og skýrt. Við viljum aukið valfrelsi fyrir fólk, við viljum ábyrgan rekstur og skýra forgangsröðun. Þess vegna hvet ég þig til að setja X við D á laugardaginn.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun